Þegar ég spilaði Metal Gear Solid fyrst kom það mér talsvert á óvart hversu ,,sjálfsmeðvitaður“ leikur hann er. Að sjálfsögðu tala þeir hreint út sagt um takka sem maður þarf að nota (eins og ,,notaðu kassa-takkann til að grípa…”) eins og margir leikir gera, en þeir tala líka oft eins og þeir viti alveg að þetta er bara leikur sem maður er að spila. Fyrsta dæmið um þetta er þegar maður á að hringja í Meryl - maður spyr manninn hvar maður fær númerið og hann svara að það sé aftan á hulstrinu af leiknum! Og viti menn, þar er lítil mynd sem á að vera sýnishorn úr leiknum af Meryl og Snake að tala saman gegnum codec. Eins þegar nýbúið er að pynta Snake - þar sem maður þurfti að tikka á takka til að halda honum á lífi - talar hann við Dr. Naomi sem segir honum að setja fjarstýringuna á handlegginn sinn sem titrar svo (gerist reyndar bara ef maður er með Dualshock). Og eitt bragð til að vinna Psycho Mantis er að setja fjarstýringuna í tengi 2 á tölvunni - en það er Cambell sem segir manni frá því.
Mörg fleiri dæmi eru á þessu í MGS og heldur þetta áfram í MGS2:SOL.
Þar bar mest á að mínu mati þegar gervigreindin/cambell fór að bila og segja að maður væri of nálægt skjánum og væri nú búnað spila nóg og að þetta væri bara leikur sem var mjög skondið. Hún sýndi manni svo brot úr gömlu metal gear leikjunum og þannig fram eftir götunum.
Það sem ég vil spyrja ykkur, lesendur Huga, hvað finnst ykkur um þetta viðhorf í leikjunum? Þrátt fyrir hið rosalega raunsæi og þrá í að skapa lifandi heim heldur Hideo Kojima áfram þeirri stefnu að koma leiknum út fyrir tölvuna. Eru þessar hugmyndir kannski runnar frá þeirri sömu?
Sjálfum finnst mér þetta skemmtileg tilbreyting við leikjaflóruna - Það eru fáir leikir sem fá mann til að hugsa jafn mikið og Metal Gear leikirnir. Þeir eru leikir sem fá mann til að sjá heiminn í nýju ljósi, hugsa aðeins áður en maður framkvæmir og pæla meira.
~cucula