Maður náttlega er linux kall og horfi þar af leiðandi með hornauga á allt sem Microsoft menn gefa frá sér, but i have to hand it to them .. þeim tókst mjög vel upp núna :)
Þetta er í raun svona hálfgert cross-breed af heimilstölvu og console leikjatölvu, er með x86 örgjöfa (Intel), DDR minni og svo að sjálfsögðu mesta snilldin, 8GB harður diskur .. (úújée!)
Harði diskurinn á að halda utan um save game í leikjum, eins og replays í leikjum eins og Tony Hawks 3.
En þú getur tekið uppáhalds CD diskana þína og “rippað” þá inná harða diskinn á X-Boxinu til að hlusta á þá seinna með en einnig eru einhverjir leikir sem bjóða þér uppá að hafa þin eigin soundtrökk inní leiknum, og þá einmitt sækir hún lögin af harða disknum, ekkert nema snilld :)
Síðan las ég nú einhversstaðar að hún geti spilað diska með MP3 og WMA lögum inná, tel það mjög trúlegt en á nú samnt eftir að prufa það sjálfur.
Tölvan er með 4 tengi fyrir stýripinna, eða helmingi fleiri en PS2, og sparaði ég mér þannig að þurfa að kaupa multitap :)
Síðan er brillllliiiannnt lausn að á endanum á snúrunni á stýripinnunum er að finna jack tengi sem þú getur tekið í sundur og er það ætlað sem vörn fyrir tölvuna fyrir geðsjúklingum sem þola ekki að tapa ;)
Virkar s.s þannig að ef kippt er fast í snúruna (í einhverju svekkelsiskasti) þá kippiru ekki allri vélinni niðrúr hillunni heldur hoppar snúran í “sundur”, allveg snjallt dæmi :)
Það sem fór hinsvegar mest í pirrurnar á mér við þennan grip er að hann spilar ekki DVD myndir nema að keyptur sé þar til gerður DVD Movie Playback Kit sem samanstendur af þráðlausri DVD fjarstýringu og móttakara sem smellur inní controller port tölvunnar.
Allveg EKTA Microsoft aðferð, en þar sem ég á DVD spilara nennti ég ekki að stressa mig yfir þessu þar sem óþarfa stress veldur oftar en ekki hjarta-áfalli :D
Verðið á vélinni er núna á tæp 47 þús kr. á kynningarverði hjá BT á fyrsta upplagi og sýnist mér næsta upplag verða á 54 þús.
Sem er ekki svo mikið ef við tökum með í dæmið að þessi vél er með 8GB hörðum disk. Meina PS2 er á 35þús kall núna og harði diskurinn sem mun verða til sölu núna á árinu er áætlaður á um 15 þús kall
þannig þá er vélin komin í 50 þús. kall.
Það eru komnir mjög flottir leikir núna um leið og tölvan datt inní búðir, t.d HALO, Tony Hawks 3, Max Payne, Dead or Alive 3 & NBA Live 2002
Og á leiðinni eru titlar eins og, Grand Theft Auto 3, Duke Nukem 4ever, Unreal Championship, SSX Tricky, Silent Hill 2, Black & White, Championship Manager, Giants, Medal of honor : AA, Midtown Madness 3, Serious Sam, Soul Caliber 2, State of Emergency o.fl o.fl o.fl
Þannig ég hef nú ekki áhyggjur af því að verða uppiskroppa með leiki til að spila, annars kann Microsoft nú nokkur trikk til að fá leikjaframleiðendur til að porta leikina sína yfir á Xbox *grin* :)
Þannig til að prufukeyra gripinn keypti ég með HALO
Leikurinn sem ég var búinn að bíða eftir í ég-veit-ekki-hvað-langan-tíma! :)
Og varð ég fyrir vonbrigðum .. ? ónei! :)
´
Grafíkin eru allveg mind-blasting flott, góð músík og flott hljóð, sérstaklega þar sem XBox styður 5.1 hljóðkerfi, þannig við heimabíó-eigendur hoppum hæð okkar af kæti við það :)
Gervigreindin (AI) í HALO er hreint út sagt magnuð, gaurarnir stökkva í skjól undan kúlnahríð og nota covering fire mikið.
Nota handsprengjur, stökkva í farartæki og name it :)
Ég spilaði þennan leik i gegn í Co-op með félaga mínum og við tókum hann á 2 kvöldum / nóttum, c.a 14 - 15 klst. gameplay Í CO-OP, getið búist við að vera TÖLUVERT lengur með hann einn og sér :D
En svona í conclusion, þá er þetta án efa SÁ BESTI leikur sem ég hef spilað á ævinni og þessi ár sem ég er búinn að vera að bíða eftir honum hafa allgjörlega verið þess virði og þetta er leikur sem ég mun hiklaust spila aftur til að klára :)
Addi