Nafn: Shigeru Miyamoto.
Starf: Leiðtogi EAD.
Aldur: 49.
Fjölskylda: Yasuko (eiginkona) og tvö börn.
Áhugamál: Hafnabolti, sund og tónlist.
Uppáhaldstölvuleikur: Pacman.
Af mörgum talinn besti leikjahönnuður í sögunni. Shigeru Miyamoto er sannkallaður snillingur sem hefur hannað alla þekktustu leiki Nintendo frá upphafi. Auk þess er hann fyrsti leikjahönnuður sem komist hefur á The Interactive Academy of Arts and Sciences´s Hall of Fame. En þessi verðlaun eru ekki veitt á hverjum degi.
Miyamoto ólst upp í Sonebe sem er lítill bær rétt fyrir utan Kyoto í Japan. Þar eyddi hann æskuárunum í hafnabolta og aðrar íþróttir. Hann var mjög hæfileikaríkur lítill snáði, samdi brúðuleikrit og allskyns verk án þess að þyggja hjálp annara. Fjölskyldan átti ekki sjónvarp og hann þurfti aðlúta ströngu uppeldi. Hann nýtti frítímann í list og stofnaði m.a teiknimyndaklúbb í skólanum.
Shigeru var fyrsti nemandinn sem sendi inn umsókn í Kanazawa listskólann. Það tók Shigeru 5 ár til þess að verða stúdent. Helsta ástæðan var sú að hann hafði einfaldlega ekki mikinn tíma í skólann. Hann fór sínar eigin leiðir og eyddi miklum tíma í tónlistargerð. Þegar hann hafði loksins útskrifast árið 1977 var hann hræddur um að enda í venjulegri skrifstofuvinnu. Hann bað þá pabba sinn um að hafa samband við gamlan vin, Hiroshi Yamauchi forstjóra leikfangafyrirtækjarins Nintendo. Hiroshi neitaði honum inngöngu fyrst og fremst vegna þess þeir þurftu ekki á hönnuði að halda. En 2 árum síðar bað Hiroshi hann um að koma aftur og sýna honum skissur. Hiroshi leist ákaflega vel á þær að hann réð Shigeru sem leikfangahönnuð. Eftir nokkurt skeið bað Yamauchi hann um að snúa sér að tölvuleikjum.
Eftir þetta (1980) var Shigeru himinlifandi og núna var hann loksins kominn með starf sem hann var hæstánægður með. Fyrsta verkefnið sem hann fékk í hendurnar var að klára gamalt “shoot ´em up” verkefni. Að lokum hætti hann við það vegna gæðaskorts og ætlaði að hanna nýjan leik frá grunni. Leikurinn átti að heita „Popeye“ en af einhverjum ástæðum breytti Shigsy því í Donkey Kong sem þið ættuð öll að kannast við. Karakter leiksins var ónefndur feitur Ítali :D. Shigeru fékk nafnið í enskri/japanskri orðabók. Þetta var fyrsti leikur Nintendo sem naut gríðarlegra vinsælda.
Eftir Donkey Kong fékk Miyamoto R&D lið sér til aðstoðar að nafni Joho Kaihatsu. Með þeim þeim þróaði hann alla stóru leikina, Zelda, Mario Bros og Super Smash Bros Melee. Eftir það var hann hækkaður í tign. Nú var orðinn útgefandi og gat því haft yfirlit yfir marga leiki í einu.
Hann varð mjög stoltur hlest vegna þess að hann var kominn í sömu stöðu og fyrirmyndin hans, George Lucas.
Margir velta fyrir sér hvar hann hefur fengið allar þessar hugmyndir. Hann hefur viðurkennt sjálfur að þær komi allar úr bíómyndum, sjónvarpsþáttum og hasarblöðum.
Miyamoto hefur lengi verið þekktur við að koma spilandanum í náið samband við persónur leikjanna strax í byrjun. Hugmyndin bakvið Zelda var sú að hann vildi að fólk myndi öðlast reynslu í öðrum heimi á allt öðrum tímapunkti. Söguþráðuri Zelda er mjög líkur og í myndinni „Legend“ með Ridley Scott. Sagan segir frá álfi sem berst við púka og að lokum fallna engilinn sjálfan. Einnig byggist Mario á eiginlega sama söguþræði og Lísa í Undralandi
Á árum Super Nintendo hafði Nintendo eignast keppinaut. Af þeim ástæðum fékk Miyamoto aðeins 15 mánaði til þess að þróa Super Mario World, Pilotwings, F-Zero og Zeldu 3. Hann hefur þá aldeilis fengið stóran plús í kladdann hjá Yamauchi.
Þessi ár hafa verið nefnd „the golden age“ en eins og flestir hardcore-splilarar vita þá var þetta aðeins upphafið.
Árið 1996 ruddu N64 sér inn á markaðinn. Miyamoto hannaði fyrir hana Mario 64 sem hafði gjörbreyst frá fyrri útgáfum . Þetta var fyrsti platform leikurinn sem var í fullri þrívídd. Eftir allar eftirhermurnar sem hafa látið sjá sig í gegnum árin er Mario 64 að mínu mati enn á toppnum. Nintendo voru langt frá því að hafa sagt sitt síðasta og nýr Zelda leikur var nú þegar í vinnslu. Leikurinn mótaði nýtt timabil og enginn leikur hefur haft eins mikil áhrif á mig sem spilara.
Hann var hype-aður af almenningi og loks þegar hann lét sjá sig var hann betri en fólk hafði búist eftir, en það kemur ekki oft fyrir í dag. Ég mæli með því að þið skoðið rýni af honum á netinu, því ég hef ekki séð neinn leik scora svo hátt. Eftir þetta hætti Miyamoto að vera svona virkur í leikjagerðinni. Hann fylgist nú samt með og gefur fólki sitt álit þótt hann eyðir mestum tíma í að fara yfir áætlanir.
Shigeru hefur unnið til margra verðlauna og margir halda því fram að hann sé áhrifamesti maður iðnaðarins.
Hann hefur verið að vinna hörðum höndum við að markaðssetja Gamecube. Hann sá um útgáfu Pikmin, SSBM auk annara Nintendo leikja. Aðalverkefnin í dag eru Legend of Zelda og Mario Sunshine. Í dag eyðir hann mestum tíma út í garði með eiginkonunni og að spila tölvuleiki með krökkunum.
Nokkur quote sem snillingurinn hefur sagt:
1. Video Games are bad for you? That's what they said about Rock ‘n Roll.“
2. ”An adult is a child who has more ethics and morals. That’s all.“
Nokkur quote sem aðrir aðilar hafa sagt um hann:
1. Miyamoto, it was soon apparent, had the same talent for video games as the Beatles had for music. It's impossible to calculate Miyamoto's value to Nintendo, and it's not unreasonable to question whether Nintendo would have succeeded without him” - Frá GAME OVER -Nintendo's battle to dominate an industry eftir David Sheff .
2. “He invented the platform game. He invented the side-scroller. He set the standard for 3D platforming. Come on. He is the one person who really and truly has a clear image of what is fun.” Tom Hall, Monkeystone.
3. “The granddaddy of ”game design.“ Donkey Kong, Mario, Zelda, Metroid, the list goes on. 25 years from now we'll still be learning from Miyamoto-san's work. I learned more about the value of exploration and wonder from Super Mario 64 than any game, book or movie ever.” John Howard, Microsoft.
Eitt er víst. Maðurinn er snillingur og flest ykkar hérna eiga e.t.v góðar minningar sem tengjast leikjum hans á einn hátt eða annan.
Takk fyri