Jæja, þá er Final Fantasy X lokið, eftir ígrundaða ákvörðun var ákveðið að leggja í lokabardagana og gengu þeir upp á 6 klukkustundum. Þeir voru á annaðborð mjög erfiðir eða hreint út sagt mjög léttir, fór eftir því á hvaða boss maður var að berja á.

Að skrifa um þessa reynslu er eins og að skrifa minningagrein því þessi saga, þessar persónur, heimurinn Spira var næstum því orðinn eins og manns eigin. (Alveg illa skemmdur, ég) hehe.

Lok leiksins er það flottasta, fyndnasta, sorglegasta sem ég hef séð og spilar inn á tilfinningar manns út í gegn. Hins vegar er nóg eftir, með því að leysa aukaþrautirnar og fullkomna karakterana.

Pressure