Góðir hálsar. Undanfarinn mánuð hef ég verið í sífellu að spila Final Fantasy X (NTSC U/C) útgáfuna sem ég pantaði mér frá USA. Ég var kominn nokkuð áfram að ég hélt í japönsku útgáfunni á sínum tíma þegar ég skrifaði reviewið og rúmlega var ég búinn að spila hana í 20 klukkustundir. Hélt ég þá að ég væri hálfnaður með þetta meistaraverk. Hins vegar er ég komin að !+Spoiler Starts+! fyrsta af 7 lokabardögunum í leiknum !+Spoiler Ends! gegn !+Spoiler Starts+! Sin !+Spoiler Ends! og þá eftir 69 klukkustunda spilun. Í sjálfum sér er ég ekki að keppast við að ljúka þessum leik af sem fyrst enda vil ég í sjálfum sér aldrei sjá hann enda en eins og allir leikir þá er þetta óumflýjanlegt. Ef ég væri spurður að í dag hver væru mín 10 uppáhalds augnablik í tölvuleikjaspilun frá byrjun þá væru það vafalaust 10 atriði úr Final Fantasy X. Það sem áður var 7 atriði úr Metal Gear Solid 2: Sons of Liberty sem nýlega var gefinn út hérlendis og 3 atriði úr Final Fantasy VII á Playstation One. Final Fantasy X er bylting í RPG-leikjaspilun eins og flestir þekkja hana í dag. Í sjálfum sér skilur maður loksins afhverju leikurinn var svona lengi í framleiðslu og hvers vegna hann seldist svona vel. Sagan er mjög löng í leiknum og skil ég hana öllu betur enda ekkert skrítið þar sem japanskan sem töluð var í upphafi leiksins var í raun ekki japanska þegar ég var að spila leikinn fyrst heldur nýtt tungumál sem maður getur lært út frá leiknum, Al Bhed. Tungumálið virkar þannig að sér- og samhljóðum og ákveðnum stöfum er víxlað við enska stafsetningu og út kemur nokkuð vel þróað tungumál. Það er heill hellingur af side quests í leiknum sem í fyrstu ég gekk framhjá enda var væntingin svo mikil að sjá hvað gerðist næst sögulega séð. Þótt ótrúlegt megi virðast þá er engin side-quest tilgangslaus og þjóna þær allar veigamiklum tilgangi í leiknum. Til að mynda hver hefði getað ímyndað sér að þegar maður var að ganga í gegnum þrumuveður og myndi beygja frá 200 eldingum í röð að maður myndi fá Venus Sigil sem er item til að byggja um Kimahris Ultimate Weapon. Fyrst þegar ég gekk í gegnum Thunder Plains þá lét ég allar eldingarnar skjóta mig niður hvað eftir annað og skeytti í sjálfum sér engu um þær nema hvað hversu pirrandi þær voru. Ég ætla ekki að hafa þetta lengra í bili enda hlakkar mig til að fara heim að spila þar sem í gærkvöldi náði ég síðasta summon aeoninum sem er sá allra kröftugasti og ætti ég að geta náð að drepa hvað monster sem er “in-a-jiffy”. Það er mín skoðun að 1 stk Playstation 2, 1 stk Memory Card, 1 stk Joypad og 1 stk Final Fantasy X sé án efa það eina sem maður þarf ef manni langar að komast í kynni við reynslu sem á eftir að skilja mann eftir agndofa. Til að mynda hef ég enga löngun til að gera annað á kvöldin en að spila FFX, ótrúlegt. Hef ekki lent í þessu síðan ég spilaði FFVII. Reyndar það flottasta er að þeir sem spilað hafa FF leikina kannast við CG-videoin. Í FFX er bíósalur þar sem maður getur horft á allar svölu CG-videóin eftir að maður nær þeim aftur og aftur. Þær styðja 5.1 Dolby möguleikann. Úff, það er erfitt að hætta að skrifa um þetta. Að lokum langar mig að sýna ykkur Al Bhed. “My name is Rikku” í Al Bhed er “So hysa ec Neggi”. Al Bhed er talað í FFX.

Meira var það ekki.

Kveðja,
Pressure