Pikmin
Nintendo eru án efa þeir frumlegustu í bransanum og hafa einnig gjörbyllt honum oft á tíðum.
Langflest efni sem kemur frá þeim er vel heppnað og afar vel unnið. Nýjasta undrið sem kemur frá EAD deildinni er raun-tíma strategy leikur. Hugmyndina átti goðsögnin Shigeru Miyamoto. Hann fékk hana einn daginn þegar hann var á ráfi út í garði að fylgjast með pöddulífinu, ekki telst það til skemmtunar en það virkaði. Hann fylgdist með skordýrunum og fékk allt í einu enn aðra snilldarhugmyndina, “Kannski ætti ég að hanna leik út frá þessu”. Pikmin er afar sérstakur leikur og endurspeglar frumleika Nintendo.
Sagan er frekar einföld, aðalpersónan er Olimar kapteinn. Hann brotlendir geimflauginni sinni á óþekktri plánetu. Geimflaugin brotnar í 30 hluta og markmiðið er að finna öll brotin og koma flauginni í lag. En þetta getur hann ekki gert einn. Nokkrir félagar munu veita honum aukahjálp. Þeir koma af innfædda kynstofninum Pikmin. Hann verður að safna öllum hlutum skipsins innan 30 daga. Á vegin hans verða allskyns pöddur og best er að láta Pikminina byrja þær í klessu.
Hann ferðast í gegnum 5 stór dvæði, þar á hann að leysa ýmsar gátur til þess að finna týndu brotin.
Hver sólarhringur eru 15-20 mínútur og þá hann aðeins 12 tíma til þess að klára leikinn.
Leiktíminn er á bilinu 25-30 klst.
Grafíkin eru stórgóð og minna mann helst á mynd frá Pixar. Leikurinn er í 3. persónu og í kringum þig sést fallega landslagið. “Detailið” í jörðinni er mjög flott, djúpir “bump-mappaðir” texturar. Sólin skín inn á milli trjána sem er renderuð í einum bestu ljóseffectum sem völ er á. Skuggarnir eru líka staðsettir fullkomnlega til þess að fullkoma heildarmyndina.“Animationið” á lífverunum er einnig ótrúlega flott og smooth. Leikurinn er hannaður þannig að spilaranum líður nokkurn vegin eins og pöddu, umhverfið er svo stórt og þú aftur á móti svo lítill.
Þessi verður einn af “launch” leikjum Gamecube í Evrópu sem mun láta sjá sig 3. maí 2002.