Eins og allir sem hafa ekki ekki búið undir steini síðustu árin vita þá seldist Playstation miklu betur en Nitendo 64.
Psx seldist í 90 miljónum eintaka en N64 “aðeins” í 30 miljónum eintaka.
En af hverju ?
N64 var 64 bita en psx 32, þannig að N64 var miklu öflugri talva og svo var hún með miklu betri grafíkvél.
En þá af hverju?
Það ætla ég að útskýra hér.
1.Playstation kom ári á undan N64 og þess vegna var hún með forskot.
2.Playstation notar geisladiska en ekki þessa rándýru kubba sem N64
notar, og þess vegan var talvan og leikirnir ódýrari.
3.Og vegna þessara kubba sem N64 notaði, sem var svo dýrt að gera þá flykktust allir helstu leikjaframleiðendurnir til Playstation,
og þá voru miklu betri og fleiri leikir þar en á N64.
Þannig að ef N64 hefði notað geisladiska þá hedðu kannski leikir eins og Metal Gear Solid og final fantasy VII,VIII og XI komið á
Nitendo 64.
4.Verðið á leikjunum í N64 lækkaði mjög lítið milli ára en psx leikir stórlækkuðu fljótt í verði.
5. Playstation hlaut fljótt mjög gott orðspor og vegna þess vildu allir vera með í æðinu.
Jæja, Nitendo tapaði fyrstu lotu en virðast ætla að hefna sín grimmilega á Sony með Gamecube og með hnni ætla þeir að snúa blaðinu við.
Þeir gera ekki tvisvar sömu mistökin og nú nota þeir ódýra geisladiska.
En lumar Sony á einhverju, einhverju sem Nitendo menn vita ekki af?