Blessaðir félagar
Vildi setja þetta inn hérna fyrir þá sem vilja taka þátt!!
SSX Tricky meistarakeppnin var að hefjast og geta allir tekið þátt og sýnt hvað í ykkur býr.
Keppnin verður í gangi til 12.mars, en þá verður sigurvegari hennar krýndur.
Keppnin gengur útá það að þið spilið leikinn SSX Tricky á PlayStation 2 í Showoff mode og reynið
að ná sem flestum stigum á brautinni Garibaldi. Sá sem nær flestum stigum fær glæsilegan fyrsta vinning sem er hvorki meira né minna en Rossignol Snjóbretti, bindingar, skór og snjóbrettagalli frá Nanoq Kringlunni að upphæð 80.000 kr. ásamt Pizzuveislu frá Dominos og leikjapakka frá Skífunni, og ekki nóg með það heldur fá 9 sæti þar fyrir neðan glæsileg verðlaun fyrir frammistöðuna og má þarf nefna pizzuveislur frá Dominos fyrir 5 efstu, leikjapakka frá skífunni og fleira og fleira og fleira.
Reglur fyrir SSX Tricky keppni
Nota má hvaða brettagaur og bretti sem er. Þið einfaldlega rennið ykkur niður brekkuna Garibaldi í “Showoff mode” og reynið að ná sem flestum stigum. Til að sanna árangurinn þarf að senda inn ljósmynd eða myndband.
Ef þið kjósið að taka ljósmynd af skjánum, þá einfaldlega beiniði myndavélinni að skjánum og
smellið af. Til að ná sem bestri mynd er mælt með að
1. Dragið fyrir Glugga
2. Takið Flashið af
3. Notið 200 eða 400 asa filmu
Einnig er hægt að taka skjámyndina uppá myndbandsupptökuvél.
1. Takið snúruna sem tengir PlayStation tölvuna við sjónvarpið úr sambandi og smellið henni aftan í myndbandstækið í tengingu sem heitir “signal in”
2. Tengið snúru úr “signal out” tenginu sem er aftan á myndbandstækinu í sjónvarpið og kveikið á
báðum tækjum.
3. Setjið sjónvarpið á vídeórásina og kveikið á PlayStation vélinni.
4. Finnið rás á vídeóinu sem er ekki í notkun og leitið á henni þangað til þið finnið mynd frá PlayStation tölvunni.
5. 5. Síðan einfaldlega rennið þið ykkur niður brekkuna og takið upp skjámyndina sem sýnir heildarstigafjölda.
6.Spólið spólunni til baka. Merkið hana síðan með nafni, heimilisfangi og stigafjöldanum áður en þið sendið hana inn.
Sannanir sendið þið svo á:
Popp Tíví
c/o Game-TV
Lynghálsi 5
110 RVK