Wario Land 4 Wario Land 4


Hljóð 9,5

Í byrjun leiksins kemur smá byrjunar myndband, með frábæru
söngi í gangi. Það eru góð background lög í gangi meðan
maður er að spila borð. Í hverju borði getur þú fundið geisla disk
og farið í sound room og spilað lög, er þetta eitt besta hljóð
sem ég hef heyrt GBA´inu. Topp hljóð!

Grafík 7,0

Borðin eru mörg litrík og skemmtileg og þegar það er verið að
velja borð er það í mode-7 ( 3D ). En þetta er annars ekkert
mikið betri grafík en í Gameboy Color sem er nokkuð
svekkjandi. Grafíkin skiptir sammt ekki öllu máli!

Spilun 9,0

Þessi leikur gengur út á það að Wario sér frétt í blaðinu um að
það var fundið píramíta og er mikið að fjársjóði inn í honum. Það
tekur Wario ekki langan tíma að fatta hvað hann á að gera og
stekkur hann beint í bílinn og keyrir að píramítanum. Eitt að því
sem gerir leikin svo skemmtilegan er að Wario er vondurog
gráðugur.Svona leikir eru í miklu uppáhaldi hjá mér og
skemmti ég mér mjög mikið meðan á þessu stóð.

Ending 8,0

Það eru bara 20 borð og Það er ekki margt að gera þegar maður
er búin með leikin annað en að spila borðin aftur en það er líka
hægt að fara í 3 mini-games sem eru ekki lang virkir og
endaroftastmeð því að slökkva Gameboy-inu. En það er kannski
dálítið gaman að leita af öllum geisla diskunum.


Heild 9,0

Þessi leikur er nokkuð skemmtilegur í heild og get ég nú ekki
beðið eftir Super Mario World Advance. Ef þér finnst þér vannta
hopp og skopp leik GBA þá mæli virkilega með þessum.
Næstum jafn góður og Mario Advance.