Star Wars: RL: RS2 Star Wars: Rogue Leader: Rogue Squadron 2.

Einn af uppáhaldsleikjunum mínum á N64 mun eiga sér
endurkomu á Gamecube.
Eftir að hafa spilað StarFighter í PS2 varð ég fyrir vonbrigðum,
enda eru aðrir menn á bakvið hann. Nú er gamla teymið (Factor
5) komið aftur með framhaldið af Rogue Squadron sem kom út
á N64. Grafíkin í honum á þeim tíma þótti framúrskarandi og
þetta skipti er engin undantekning.

Þetta er geimskotleikur sem gerist í heimi seinni þriggja Star
Wars myndana. Þú getur valið þér persónu eftir smekk, Luke
Skywalker eða Darth Vader.
Leikurinn er einfaldlega ótrúlegur í alla staði. Þú getur upplifað
uppáhaldsatriðin þín Star Wars myndunum. Einn galli við
forverann var takmarkað svæði, t.d gat maður bara farið í
gegnum æðina á “Death Star”, það heyrir nú sögunni til, hin
öflugi vélbúnaður Gamecube gerir þér kleyft að flúgja frjáls í
gegnum himingeiminn.
Atriðið sem lætur mig næstum því pissa í buxurnar af ánægju
er þegar maður á að sprengja upp “Death Star”. Sígilt atriði.
Leikurinn býður upp á 1. og 3 persónu sjónarhorn. Það er stórt
og mikið úrval af geimflaugum, í leiknum sem hægt er að velja
sér, Y-Wing, TIE, A-Wing, B-Wing og X-Wing (Uppáhaldið mitt).
Og það sem ég hef heyrt, þá er mjög þægileg stjórnun þökk sé
Gamecube stýripinnans.

Grafíkin er jú….það flottasta sem ég hef séð. Factor 5 hafa lífgað
Star Wars heiminn við með risastórum borðum. Þeir nota
svokallað “Multi layer texturing” sem Gamecube hefur verið
þekkt fyrir. Marghyrningafjöldinn er magnaður, 30.000
marghyrningar eru notaðir í eitt geimskip og 130.000 í einn
Star Destroyer. Ekki nóg með það, heldur eru kallarnir sem eru
inn í flaugunum í 4.000, en það er jafan hátt og einn bíll í GT3.
Leikurinn skartar dýpstu texturum sem ég hef augum litið.
Detailið er svo svakalegt að hægt er að rugla honum við Star
Wars bíómyndirnar. Leikurinn er líka ótrúlega vel
bump-mappaður, sést vel þegar þú sérð “Death Star” í
nærmynd. Stjórnklefi flaugarinar er mjög vel hannaður og farið
er út í smæstu smáatriði. Þrátt fyrir að 50 flaugar sjást á
skjánum í einu þá rennur leikurinn á ofast stöðugum 60
römmum á sek.
Raun-tíma ljóseffectarnir eru ekkert ólíkir myndinni sjálfri.
Particle effectin í sprengingum eru engin undantekning frá
öðrum augnyndum sem leikurinn býður upp á. Leikurinn er í
1920*1080 upplausn á hágæða sjónvörpum sem ekki eru til í
Evrópu.

Hljóðið er auk þess mjög skemmtilegt. Þú heyrir klassísku
tónlistina sem var í myndunum. Allt hljóð er eins og í myndinni,
þú heyrir liðsfélaga tala við þig í gegnum talstöðvar, suðhljóðið í
TIE vélunum, skothljóðin í geislabyssunum, þetta er allt hreint
út sagt GEÐVEIKT!

Þetta er bara 1. kynslóðar leikur á Gamecube, og er því bara
byrjuninn. Ég er farinn að hlakka til næsta verkefnis Factor 5.

Þessi leikur kemur um leið og tölvan lætur sjá sig þann 3. maí
n.k.