MGS2.SOL nýja demóið. Jæja núna á þriðjudaginn fékk ég í hendurnar OPM2 UK blaðið mitt (það mun vera blað nr.17) og í þessu blaði var umfjöllun um MGS2:SOL og ég get sagt að að þeir nánast tilbiðja leikinn því að þeir gáfu honum 10/10. Eini leikurinn sem að hefur fengið þessa einkunn hjá þeim.

Auk þess að hafa umfjöllunina fylgdi með blaðinu nýja MGS2:SOL demóið og ég verð að segja það að demóið gaf mér enn aðra ástæðu til þess að slefa af eftirvæntingu af fullgerða leiknum. Það er svo gott, og ég hef spilað demóið sem fylgdi Z.O.E. í tætlur (nánar tiltekið allt sumar nánast og svo hef ég gripið í það í allan vetur)og mér leiddist ekkert yfir nýja demóinu.
Til að byrja með þá bryjar demóið á kunnuglegum slóðum, þ.e.a.s. það byrjar með flotta introinu og svo þegar að Snake fer á Discovery.
Hér kemur léttur spoiler um demóið þannig að þeir sem að vilja ekki vita hvað gerist eftir Z.O.E. demóið flettið bara niður að næstu greinaskilum.

Eftir Z.O.E. demo partinn þá fer maður niður í vélarrúmið og er markmiðið að komast niður í lestirnar. Það reynist vera aðeins erfiðara heldur en að maður heldur í byrjun því að í endanum á demóinu er nett samstæða af Semtex sprengiefni sem að þarf að komast framhjá. En ég vil ekki vera það vondur að segja ykkur hvernig á að komast framhjá því (enda segir Otacon þér það þegar að kemur að því).

Það hefur margt breyst frá Z.O.E. demóinu og er ég bara mjög ánægður með þessar breytingar.
T.d. þá:
* Er Snake núna með digital myndavél í staðin fyrir kíkinn.
* Það er hægt að hreyfa myndavélina og “súmma” inn í “kött scenes”.
* Discovery flautar skipsbjölluni þegar að Snake lendir.
* Það er hægt að sjá kúlurnar úr byssunni hennar Olgu fljúga framhjá Snake.
* Það er hægt að heyra hjartsláttinn hans Snake í Alert og Caution mode.
* Smá breytingar á Codec samtölunum.
* Það er hægt að sjá hluti sem að maður hendir (handsprengjur, chaff grendades og skothylki) í fyrstu persónu.
* Nú fær maður USP byssuna eftir Olgu.
* Breytingar í hvernig verðirnir labba, þ.e.a.s. hvert þeir labba.
* Eftir að maður kemur inn í skipið eftir að vera úti í smástund þá blindar ljósið mann.

Þetta eru þær breytingar sem að mér finnst einna flottastar en svo er síðast en ekki síðst eru allar raddirnar komnar yfir á ensku. og er það über kúl að heyra Snake t.d. segja “freeze” þegar að hann gerir “hold-up” á verðina.
Auk þess þegar að maður gerir “hold-up” þá fer það eftir vörðunum hvort að þeir vilja gefa þér eitthvað.
T.d. þá eru sumir verðir sem eru algjörir harðjaxlar og halda að þú skjótir þá ekki. Þá getur þú heyrt þá segja eitthvað eins og “you won't shoot me” og “are you going to shot me, I didn't think so”, og allt þetta með þykkum rússneskum hreim.
Svo er líka vert að minnast á það að þegar er búið að uppgvötva þig þá getur þú heyrt í talstöð óvinanna eins og “they are all dead, he got them all: Send back-up!!” og “Assault team, flush him out. He is not to enter the ship” o.sv.f.

Í lokin vil ég bara segja að ef þið eruð ekki áskrifendur af OPM2 UK þá mæli ég sterklega með því að skjótast niður í Eymundsson eftir viku eða tvær og kaupa blaðið, því það er vel þess virði.

PS.
Ef þið viljið upplýsingar um leikinn þá er ég hérna með nokkar tengla:
<a href="http://ps2.ign.com/games/14538.html“> ps2.ign.com </a>
<a href=”http://gamespot.com/gamespot/filters/products/0,11114,913941,00.html“> gamespot.com </a>
<a href=”http://www.konami.com/main/games/mgs2/main.html “> konami.com </a>
<a href=”http://www.konamijpn.com/products/mgs2/english/i ndex.html"> MGS2:SOL </a>.
—————————-