Shaun White Snowboarding Góða kvöldið.
Ég vildi aðeins að kynna ykkur fyrir þessum snjóbrettaleik sem ég er mjög spenntur fyrir og kemur út eftir aðeins örfáa daga.

Hann kemur út 13. nóvember í Evrópu og 16. í Ameríku á Pc, Ps2, Ps3, X360, Wii, Nintendo DS og PSP.

Tölvuleikjarisinn Ubisoft er sá sem gerir þennan leik og gefur hann út. Hann er byggður á Scimitar vélinni sem var hönnuð fyrir Assassins Creed.

Eins og nafnið gefur sterklega tilkynna er hann unninn í samstarfi við Shaun White sem er, fyrir þá sem ekki vita, frægur bandarískur ræder. Mjög giftusamur maður þar á ferð og þykir með þeim bestu í half-pipe. Wikigrein um kappann.

Leikurinn á að gefa sem raunverulegasta sýn á snjóbrettaiðkun og lífstíl rædera. Spilarinn á svo að geta spilað leikinn alveg eins og hann vill! Í byrjun býr hann sér til ræder, sem getur verið karlkyns eða kvenkyns, sem hefur svo úr hundruðum flíka að velja. Og að sjálfsögðu með dágóðum skammti af gogglum og bakpokum. Svo er bara að skella sér á brettið og renna sér eins og brjálæðingur niður fjöllin sem að verða algjörlega opin og verða ekki með neinum loading screens, sem þýðir að þú getur farið upp á topp og fengið þér smá púður og rennt þér niður allt fjallið án þess að þurfa nokkurn tíman að stoppa.
Það eru auðvitað brautir en manni er fullkomnlega frjálst að hunsa þær og elta bara á sér nefið :)
Í leiknum verður líka multiplayer á netinu fyrir allt að sextán manns í einu. Svo að ef að þú átt 15 vini sem eiga líka leikinn geturðu boðið þeim með þér í slopestyle keppni eða bara gott jibb!

Það eru margir mjög athyglisverðir eiginleikar í leiknum. Til dæmis er hægt að taka af sér brettið hvenær sem er og ganga upp á fjöll eða finna gott jibb spot og taka síðan upp trickin hjá vinum sínum og uploada videoinu á netið eða kastað í þá snjóboltum til að trufla þá (já það verður actually hægt.)

Í honum verða fjögur fjöll: Alaska, Park City, Europe (Alparnir) og Japan
Alaska verður svona nokkurn veginn extreme peak fjall með mikið af klettum and such.
Alparnir verða að ég held svona “venjulegt” svæði, sem býður upp á sitt lítið af hverju.
Park City segir sig nokkurn veginn sjálft.
Japan verður meira urban og má líklega búast við mikið af húsum og jafnvel heilum bæjum.

Eitt af því sem ég hlakka mest til að gera í leiknum er að fara með nokkrum góðum vinum í smá backcountry og njóta púðursins þegar lítið er af því fyrir utan.

Persónulega finnst mér þessi leikur afar áhugaverður og vona svo sannarlega að hann standi undir væntingum mínum og taki við af SSX3, sem er örugglega uppáhalds leikurinn minn á PS2. Það var í honum einna helst freeride möguleikinn sem heillaði mig. Mér sýnist að þessi leikur hafi getuna til að heilla mig aftur. :)


Takk fyrir mig!

Heimildir og fróðleikur:
Wikigrein um leikinn
Wikigrein um Shaun White
Shaun White Snowboarding á GiantBomb
Youtube viðtal 1. hluti
Youtube viðtal 2. hluti