My X-Box impression
Jæja, nú um helgina var ég svo heppinn að fá Xbox til að hafa yfir helgina ásamt nokkrum leikjum. Og ætla að segja svona smá frá hvernig mér finnst hún, svona up close and personal.
Þetta er alveg stór hlunkur, stærri en hinar vélarnar(hef þó ekki up close samanburð á Gamecube). Og vel þung líka. Svona allt í allt er hún álíka stór um sig og ágætis myndbandstæki af stærri gerð. Sú vél sem ég var með var amerísk og eftir að ég var búinn að plögga henni í samband í gegnum s-vhs tengi(á ekki NTSC sjónvarp) þá hófst gamanið. Fór snögglega í gegnum menu-kerfið til að byrja með(það sem xbox menn kalla Dashboard). Nokkuð sniðugt - með lúkki sem minnir mig á flottar flashmyndir blandað við Matrix - og auðvelt að finna þá valkosti sem mar á að fara í. Gaman að fara inn í audio options og sjá þar valkosti fyrir bæði Dolby Surround og DTS, þó svo að enginn af þeim leikjum sem ég prófaði hafi boðið upp á DTS, né ég hafi haft DTS samhæfðan magnara. Ó vell - kannski seinna.
Stýripinninn: Hann var búinn að valda mér áhyggjum, vegna mögulegra óþæginda. En svo þegar ég var búinn að sitja með hann í höndunum talsverða stund þá skildi ég hvers vegna var ákveðið að hafa hana svona stóra um sig. Þetta er vegna þess að á svona handstórum gaurum eins og mér, þá styður hún vel við rótina á þumalfingri - en það er einmitt það svæði sem verður hvað aumast hjá mér eftir margra tíma setu við vélina. Sérstaklega þegar spilaðir eru leikir sem bjóða upp á mikið button mashing, eins og t.d. Dead or Alive 3. Þannig að stýripinninn fær alveg stóran plús hjá mér. Það eina sem ég get mögulega sett út á er staðsetningin á hægra analog pinnanum, hann mætti vera ca. 1 cm neðar en hann er, mér fannst hann allavega vera ansi nálægt neðsta takkanum. En top marks samt sem áður.
Leikirnir: Þeir leikir sem ég hafði til að prófa voru Halo, Dead or Alive 3, Oddworld: Munch's Odyssee, Nascar Thunder 2002, Air Force Delta Storm, Amped:Freestyle Snowboarding og Star Wars Starfighter. Byrjum á Amped.
Fyrir það fyrsta er þetta alveg svívirðilega flottur leikur. Brautirnar eru alveg virkilega flottar og stórar: það er ekki óalgengt að það sé hægt að fara niður svæði sem er ca. 1-2 kílómetrar á breidd - þannig að ef mar verður leiður á pöllunum og harðfenninu, þá er ekkert mál að skella sér út fyrir brautina og fara niður brjálaðar hengjur í djúpum púðursnjó. Þetta er allt doldið sniðugt system á þessu. Þú byrjar á að velja þér rider og bretti og velur svo fyrstu brautina. Til að byrja með þá gengur þetta aðallega út á að safna stigum í trikkum. Sumir pallar í brautunum eru með ljósmyndurum til hliðar til að ‘taka myndir’ af flottum stökkum og er takmarkið í brautunum að safna ákveðið mikið af stigum út út þeim stökkpöllum sem hafa ljósmyndara sér við hlið. Svo seinna þá er takmarkið að gera einhvern sponsor spenntan fyrir hæfileikum þínum mðe því að gera trikk sem honum líkar vel við. Ég veit það eitt að mér fannst þessi leikur alveg fjandi skemmtilegur, aðallega út af því að ég er Tony Hawk fan, og finnst svona trick based leikir skemmtilegir. En þegar ég las umfjöllunina á videogames.com þá sé ég að hann sem skrifar þar tekur fyrir alla þá galla sem ég fann. Þannig að ég vísa í <a href="http://gamespot.com/gamespot/stories/reviews/0,10867,2827179,00.html">þá umfjöllun.</a> Nema ég ætla að gefa sona 8.0. Er örlátur í dag.
Dead or Alive 3: Það er bara eitt sem ég ætla að segja fyrst: VÁÁÁ!! Allt við þennan leik er bara algert dúndur. Karaktermódelin eru alveg svívirðilega stór og virkilega detailed. Umhverfið sker í augu - það er svo flott - og hreyfingarnar..úff. Allt rennur nottlega á alveg super smooth 60 fps, og aldrei sá ég neina dropped frames, alveg sama hvað það gekk mikið á. Persónulega dreg ég þó Dead or Alive seríuna niður í einkunn vegna hugmyndaleysis og skorts á frumleika. Allir karakterar eru teknir úr öðrum og betri leikjum, og svo er bara fatalt að bjóða ekki upp á flott 1-player, sérstaklega eftir Soul Calibur á DC og það sem þeir hjá Sega ætla að hafa í 1-playernum í Virtua Fighter 4. En sú tilfinning sem ég fékk við að taka í gripinn var sú að hérna væri ég fyrst að kynnast alvöru next-gen gameplay, að Playstation 2 og Dreamcast ólastaðri - þá held ég að X-box sé að taka þetta. Hmmm. fær 7.
Halo: Úff, vá…en þau læti. Með Halo færð þú að kynnast því hvernig það er að vera í stríði þar sem allt er að fara til fjandans. Þar sem hermenn og ruddalegar geimverur eru að drepast hægri og vinstri, bæði af þínum völdum og annarra. Þeir láta mann finna fyrir adrenalíninu í honum þessum. Damn. En þar sem Pressure ætlaði að koma með risa grein um þennan þá sleppi ég nánari umfjöllun. Því við fáum hana þegar da P getur sent greinina hingað.
Oddworld: Munch's Odyssee : Oh vá. Vá vá vá. Ég var búinn að bíða eftir þessum leik alveg frá því ég kláraði fyrsta Oddworld leikinn. Og ég varð sko ekki fyrir vonbrigðum. Þeim hjá Oddworld Inhabitants tókst það erfiða verk að færa þessa leiki yfir í 3ju víddina án þess að tapa neinu af því sem gerði fyrri leikinn skemmtilegan. Nú verður erfitt að fá mig til að vera óhlutdrægan, enda elska ég þessa leiki og bara yfirleitt hugmyndina bak við þá. Hönnuðirnir þeirra er bara í fremstu röð þegar kemur að karakterhönnun og umhverfishönnun. Enda voru ‘cutscenes’ úr fyrsta Oddworld leiknum tilnefndar til Óskarsins sem besta tölvugerða stuttmynd. Þó svo að þeir hafi ekki fengið verðlaunin þá sýnir það nú hvers þeir eru megnugir. En um þennan: Öll atriði sem komu fram í fyrri leiknum, eins og flótti undan Paramites, læðupokaleikur framhjá úrillum vörðum, erfiðleikarnir að finna alla Mudokons í borðinu og bjarga þeim án þess að drepa neinn, þetta er allt þarna. Og ó boj er það skemmtilegt. Til allrar hamingju er ekkert kameru vesen eins oft er í 3d leikjum,og þessi hérna keyrir sko stöðugt á 50-60 fps. Og aldrei sá ég neitt drop í því framerate, þó það væru 15-20 óvinir að hlaupa í kös beint á eftir honum. Allir jafn grimmir. Þessi fær alveg hiklaust 9.5 hjá mér.
NASCAR Thunder 2002: Ég ætla ekkert að segja um þennnan leik. Nema bara það að ég setti hann í vélina, valdi mér einhvern náunga með hormottu og í appelsínugulum búning. Valdi mér einhverja braut sem var ekki bara sporöskjulaga(erfitt) og prófaði að keyra. Látum það nægja því ég tók leikinn úr áður en ég gat klárað fyrstu brautina. Leiðinlegur með eindæmum þessi. Einkunnagjöf á ekki við í þessi tilviki.
Star Wars: Starfighter Special Edition: Ekki mikið um þennan að segja. Það sem ég spilaði af honum snerist mest megnis um að snúa miði um allt á skjánum og elta litla punkta og reyna að skjóta þá. Ég ætla ekkert að segja það þessi leikur sé neitt leiðinlegur, það má alveg skemmta sér við að já…beina miðinu um allt og finna óvininn og skjóta hann. Ég hafði bara lítið gaman að því til lengdar. Útlitslega séð er hann alveg æðislegur. Dáldið gervilegur geimurinn samt en stóru skipin eru flott og það er gaman að reyna að elta óvinina eftir yfirborði stóru skipanna, Star Wars style. Hann fær svona 7.0 hjá mér, og það er bara út af því að gameplay-ið sjálft höfðar ekki til mín. Ef þetta hefði verið eitthvað í stíl við Rogue Leader og Rogue Squadron þá hefði gegnt öðru máli.
Svona allt í allt þá er ég alveg virkilega impressed með Xboxið. Kraftinn vantar ekki og það gameplay sem ég var að vonast eftir - það fékk ég. Svona til að segja sannleikann allavega þá fékk ég þá tilfinningu að núna loksins væri ég að fá það sem ég bjóst við af þessum next gen kerfum. Playstation 2 hefur valdið mér vonbrigðum, en X-boxið gerði það ekki. Nóg af spennandi hlutum að gerast, vélin ræður auðveldlega við mikið af hlutum í einu á skjánum án þess að hiksta. Og ef þetta eru 1st gen titlar…hvað fáum við þá þegar 2nd gen titlar koma? Ég bíð spenntur.
ps: ég vil líka bæta því við að mér líst líka vel á componentana sem fylgja með xboxinu. T.d. eru gylltir kontaktar á RCA tengjunm sem fylgja með og góðir kaplar líka - bæði í fjarstýringunni og tengisnúrunum aftan á. Vel gert hjá Microsoft (never thougt I'd say that)