Staðfest dagsetning á GCN!! Nintendo eru búnir að ákveða hvenær Gamecube mun láta sjá
sig á evrópskum markað.

Hún mun koma 3. maí n.k og áætlað verð mun vera 249 evrur
eða 159 bresk pund. En þá verður hún mikið ódýrari en PS2 og
Xbox. Auðvitað verður einhver álagning þegar hún lætur sjá sig
á klakanum. Á aðkomudegi verða til staðar 1 milljón Gamecube
tölvur.

20 titlar munu fylgja tölvunni á evrópskan markað, t.d, Luigi's
Mansion, Wave Race: Blue Storm, Star Wars Rogue
Squadron II: Rogue Leader, Tony Hawk's Pro Skater 3, FIFA:
Road to World Cup and Sonic Adventure 2 Battle.
Tölvan mun vera með fleiri titla en þegar MS Xbox lætur sjá sig.
Nintendo lofa því að 50 titlar verða komnir á markað í sumar.

“GameCube will not be targeted at kids, it will not be targeted
at teens and it will not be targeting adults. GameCube will
appeal to anyone who enjoys being entertained by interactive
gaming.” Segir Dave Gosen Sölustjóri NIntendo í Evrópu.

Það er eitt sem angrar mig við PS2 og það er að flestir leikir eru
ekki í fullscreen í PAL sjónvörpum.
Gamecube mun hins vegar bjóða upp á þann möguleika að
100% sjónvarpsins verður nýtt í 50hz og 60hz.
Eina sem þú þarft að gera er að halda B takkanum inni þá
rennur myndin í 60hz.
Auk þess verður hægt að nota RGB scart sem á að bjóða upp á
skýrustu myndgæði sem völ er á.

Ekki er langt í það að Bræðurnir Ormsson taka við pöntunum.

Takk fyrir.