REZ
Playstation 2
Þróunaraðili: United Game Artists
Framleiðandi: Sega
Rez er hraður skotleikur sem tekur leikmanninn djúpt inn í tölvukerfi heimsins. Project K netumhverfið (K stendur fyrir Kandinsky, sjá *) hefur nýlega verið uppfært til þess að höndla hina hröðu þróun upplýsingaaldarinnar og kjarninn, þekktur sem Eden innheldur fullkomnustu gervigreind sem heimurinn hefur nokkurn tímann kynnst. Til allrar óhamingju þá ræður Eden ekki við þann eiginleika að gera sér sínar eigin skoðanir og undir þrýstingi á lánlausan hátt í tilvistarlegri sundurliðun. Eden er týnd djúpt inn í kerfinu og leikmaðurinn er sá eini sem getur gert hana virka aftur í þeirri von að bjarga heiminum frá óstjórnarlegri ringulreið. Leikmaður verður að skjóta niður erfiða vírusa, leysa lykilorð og eyðileggja eldveggi á leiðangri sínum í leit að Eden. Hver áfangi sem þú ferð í gegnum er í stöðugri breytingu eftir því hversu góður þú ert að útrýma veirum og öðrum vörnum netkerfisins. Virkni þín mótar umhverfið og að lokum tónlistina og liti umhverfisins. Því dýpra sem þú kafar inn í draumlíka kerfisheiminn í Rez á Playstation 2, þá mun form þitt þróast eða hrörna eftir því hversu vel þér gengur og hið víralaga umhverfi gefur þér ríkulega sjón.
Nokkur áhugaverð atriði um REZ:
- Þessi hraði skotleikur kemur með Wave Master club beats og geggjaðri laser sýningu.
- Einföld stjórnun leiksins gerir það að verkum að allir ættu að geta náð stjórn á leiknum að undanskildum flogaveikum.
- Mikið af aukaleikjum eins og Score Attack, Beyond Mode, Boss Rush og Trance Mission.
- Maður getur leyst aukaleikina með því að mastera alla þætti leiksins.
- Hvert einasta beat er syncað nákvæmlega við aðgerðirnar þínar og gerir þinn eigin takt sem mixast í rauntíma á meðan maður eyðileggur vírusa og aðra fjendur.
- Fimm margbrotnir heimar ásamt skærum litum og afbrigðilegri grafík þróast eftir því sem þú kemst lengra inn í leikinn.
- Opnanleg borð og nákvæmar frammistöðuskráningar gera endurspilun leiksins virkilega góða.
- Sýndu vinum þínum Rez eða taktu þitt eigið ferðlag í gegnum hraðann og óaðfinnanlegu tónlistina.
Aths. * Útlit leiksins er byggt á hinni margbrotnu listahugmyndum Kandinsky sem hann hafði í för með sér yfir þann tíma sem listastefna hans ríkti.
Leikurinn kemur út í Bretlandi í mars.
Er að spila leikinn á fullu og fljótlega mun ég rýna hann eða um það leiti sem hann kemur út hérlendis.
Góðar stundir.
Pressure