Útgáfu Metal Gear Solid 2, einum af stærstu leikjum síðasta árs í Bandaríkjunum, hefur verið frestað fyrir Evrópumarkað. Leikurinn átti upprunalega að koma út þann 22. febrúar, en vegna gríðarlegrar eftirspurnar hefur verið ákveðið að fresta útgáfunni um tvær vikur. Það verður til þess að leikurinn kemur út þann 8. mars.
Útlitið er þó ekki svo svart. Með leiknum mun koma “Making of MGS2” DVD-diskur, og Hideo Kojima hefur líka troðið inn nokkrum aukafítusum sem Bandaríkjamenn og Japanir fá ekki að njóta. Þessir fítusar eru “Extreme Difficulty Mode”, sem gerir nákvæmlega það sem þú heldur að það geri, “Caster Theatre”, sem leyfir þér að breyta módelum í leiknum og spila sem Ninja, og “Boss Survival Mode”, sem leyfir þér að kljást við endakallana í leiknum í mörgum lotum.
Vegna alls þessa þarf Konami meiri tíma til að framleiða DVD-diskana svo hægt sé að anna eftirspurn.
Það þykir kannski nokkuð sniðugt að benda á að útgáfadagur X-Box í Evrópu er 14. mars. Þarna verður nokkuð mikið í húfi fyrir Microsoft, þar sem Metal Gear Solid 2 mun án efa seljast gríðarlega vel.
-Royal Fool
Heimildir:
<a href="http://www.computerandvideogames.com/news/news_story.php?id=23527“>Computer & Video Games.com</a> (Þarf hugsanlega innskráningu, sem er ókeypis)
<a href=”http://gamespot.com/gamespot/stories/news/0,10870,2828710,00.html"> GameSpot.com</a