Þetta er önnur jólin í röð þar sem SSX leynist í jólapakkanum. Í
fyrra hafði ég verið að spila upphaflega leikinn alveg í gegn,
enda var ég kominn með ógeð af honum. Til að upplifa fílinginn
sem ég fékk út úr honum fyrst aftur, ákvað ég að biðja um SSX:
Tricky, ég hafði séð mikið af jákvæðum umfjöllunum og maður
sá alls staðar umsagnir á bilinu 9-10.
Síðan þegar ég var nýbúinn að opna pakkann, hljóp ég upp og
skellti honum í tölvuna og ég skal segja ykkur að ég varð fyrir
engum vonbrigðum. Það fyrsta sem ég tók eftir var að \“menuið\”
hafði breyst gífurlega. Það var í fullri þrívídd, það var stór plús
því ég er búinn að sjá þessa leiðinlegu 2D menua aftur og
aftur. Þegar þú byrjar þá geurðu valið World Circuit, Single
Event og Practice. Í W.C keppir þú til að ná medalíum. Maður
keppir 3 umferðir, þú þarft að lenda í fyrstu þremur sætunum til
að komast í næstu umferð. Hver umferð er erfiðari en sú fyrri. Ef
þú ert eitthvað að hrinda öðrum keppendum niður þá verða þeir
óvinir þínir og hefna sín í næstu umferð, þannig maður skal
passa sig. Ef þú lendir í fyrsta, öðru eða þriðja sæti í lokaumferð
þá getur þú bætt hæfileika keppandans, þ.e.a.s hraða, listum,
stöðugleika og beyjum. Að auki færðu nýtt bretti. Þú getur líka
keppt í svokölluðu showoff, þar sem þú átt að næla í sem flest
stig með þvi að gera ýmsar kúnstir í stökkum. Með því að gera
kúnstir þá hleðst upp boostið þitt, en það notarðu til að auka
hraða, ef þú nærð að hámarka boostið þá geturðu gert svokallað
ubertrick, ef þú nærð að gera 6 ubertrick þá færðu endalaust
boost alla keppnina . í leiknum eru 12 keppendur sem hægt
er að velja og allir hafa sína kosti og galla. Þessir stóru og feitu
er hægir en þeir eru sterkari og stöðugri en þeir litlu, og geta
því ýtt minna fólkinu auðveldlega niður, minna fólkið er hins
vegar mun sneggra og betra í trickum. Gott er að velja fólk sem
er sérhæft í neinu, eða það gerði ég ;). Til staðar eru 10 brautir, 2
glænýjar, en öllum hinum hefur verð breytt. Brautirnar eru
væga sagt stórkostlegar, stærðin er rosaleg og það er ekki á
hverjum degi þar sem maður break dansar á brettinu í 50
metra hæð. Í brautunum eru mjög margar styttri leiðir, sem
mun taka þig mjög langan tíma til að finna. Ef þú nærð
medalíum í öllum brautinum þú færðu auka braut, sem er að
mínu mati besta brautin, þá ferðu upp á eitthvað fjall sem
enginn hefur rennt sér niður áður, sem sagt djúpur púðursnjór,
bara þú og náttúran. Í single race ertu ekki að keppa upp á
neitt, ég myndi segja að það væri æfing.
Í practice getur þú farið í freeride, flar ert bara þú einn að renna
þér niður brautirnar.
Þú getur unnið þér inn nýjan klæðnað með því að gera trick sem
tölvan biður þig að gera , Það er náttúrlega gaman að horfa á
flottar gellur í þröngum skíðagöllum ;)
Aukaefni fylgir leiknum, gerð leiksins, þróunnaraðili talar um
hvað hvatti hann til að nota ímyndunaraflið umfram allt .
Það er talað um gerð brautana, hvernig hver hefur sín einkenni.
Hönnun karakterna skipti þá miklu máli. Þú getur líka hlustað á
öll lögin í leiknum óklippt í \“jukebox\”. MixMaster Mike sér um
öll hljóð leiksins.
Grafík leiksins eru glæsileg, leikurinn rennur á 60 ntsc/50 pal
römmum á sek og þá erum við að tala um mikinn hraða og
action, frameratið fellur af og til, en það er mun stöðugra en í
gamla leiknum. Animation á fólkinu er svakalega mjúkt og öll
mynbönd eru í real-time. Particle effectin eru engin
undantekning og má sjá snjóinn skjótast frá þegar þú lendir
eftir hátt stökk . Mér sýnist þeir hafa lækkað upplausnina á
jörðinni, en ég get ekki alveg staðfest það. Fjöllin í
bakgrunninum eru flottari en nokkru sinni áður.
Eitt það besta við SSX leikina er hljóðið. Þeir nýta real-time DTS
og Dolby Digital 5.1, og það eru einungis EA sem hafa gert það
á PS2. Eins og ég sagði áðan þá sér MixMaster Mike,DJ
Beastie Boys um allt hljóðið í leiknum. Techno blandað við hip
hop passar mjög vel inn í leikinn. Rahzel, maðurinn sem getur
gert lög einungis með kjaftinum talar inn í leikinn á ný og mig
undrar hvernig mannvera hljómar eins og tölva. Höfundar
lagana eru John Morgan, MIxmaster Mike, Run DMC,
Rasmus, Hybrid og fleiri. Keppendur rífast líka i miðju kappi og
eiga til að móðga hvern annan, og síðan þegar kappið er búið þá
gagnrýna þeir hvorn annan. Frægir leikarar tala inn t.d
söngkonan Macy Grey, leikarinn Billy Zane (Titanic) og
leiðindartíkin Lucy Liu.
Leikurinn endist mjög vel, ég heng ennþá í honum. Maður er
enn að gá af öllum leiðunum og að finna þær allar ætti að taka
mig fram a sumar.
Leikspilun: 9.5: Stýringin er þægilega sett upp og hraðinn er
mikill.
Grafík: 9: Allt er mjúkt og texturin er mjög flott, nema leikurinn
hægir á sér af og til.
Hljóð: 10: Ef það er einhver flokkur sem stóð upp úr, þá er það
hljóðið. Þeir fengu til sín hóp frægra leikara og völdu rétta
tónlistarstílinn.
Ending: 9: Það er mikið að gera, fá öll brettin og alla búningana
er mikið verk. Ég hefði viljað fá fleiri brautir.
Leikurinn í heild: 9.2: Án efa besti snjóbrettaleikur sem ég hef
prufað.