Rakst á þessa grein….


PLAYSTATION LEITAR Á NÁÐIR DÓMSSTÓLA Í BÁRÁTTUNNI GEGN FRAMLEIÐENDUM MOD KUBBA

- Aðgerðum verður haldið áfram um alla Evrópu -

21 December, London – Sony Computer Entertainment Europe (SCEE) staðfesti ákveðni sína í baráttuinni gegn framleiðendum og dreifingaraðilum “Mod kubba” í vikunni eftir að hafa fengið í hæstarétti sett framleiðslubann á tvo framleiðendur þeirra.

Þann 7.desember hófst dómsmál gegn fyrirtækjunum tveimur, Channel Technology, fyrirtæki sem stendur á bakvið Messiah kubbinn, og Neo Technologies, dreifingaraðila NEO4 kubbsins. Einnig fékkst framleiðslubann sett á gegn Channel Technology. Í kjölfar þess var NEO4 kubbnum kippt úr dreifingu. Channel Technology, ákvað hinsvegar að halda framleiðslu sinni áfram, en fengu á sig bann nú 17.desember í Hæstarétti. Dómurinn bannar auglýsingar, sölu og kynningu á “Mod kubbum” og þurfa fyrirtækin að afhenda SCEE öll gögn varðandi kubbana.

Um aðgerðirnar gegn þessum tveimur bresku fyrirtækjum, segir David Reeves Sölu og Markaðsstjóri SCEE eftirfarandi, “Við erum með þessu að senda skýr skilaboð til framleiðenda og dreifingaraðila af mod kubbum og munum við lögsækja þá við hvert tækifæri. Þó að þessi tvö fyrirtæki séu í Bretlandi, tökum við á þessu máli hvar sem upp mun koma í Evrópu”.

Mod kubbar eru vinsælir meðal leikjaunnenda, og eru notaðir meðal annars til að spila leiki frá öðrum markaðssvæðum og afritaða leiki.

PlayStation 2 er söluhæsta leikjatölva Evrópu með meira en 1500 leiki fyrir bæði Psone og PlayStation 2. Afritun á tölvuleikjum er stór liður í starfsemi glæpagengja sem nýta sér hagnað sölu óleyfilegs hugbúnaðar til að borga upp aðra glæpastarfsemi á borð við sölu eiturlyfja, klám og jafnvel hryðjuverk.