Árið 1999 kom út hrein bylting. Sled Storm er einn skemmtilegasti kapp leikur sem ég hef spilað. Í hverju horni leynast einhverjar styttri leiðir. Þessi leikur er grunnhugmyndin af SSX. Sled Storm 2 mun lýta dagsins ljós bráðlega á PS2 og þá má búast við meiri hraða og spennu.
Leikurinn er framleiddur og útgefinn af EA. Það var að vísu kvartað út af Sled Storm eitt vegna og mikils raunveruleika, þess vegna mun EA breyta honum aðeins, hafa hann eins og hann hafi verið sniðinn fyrir spilakassasalinn. Það segir mér bara eitt, SSX á vélsleða, og það er sko ekkert slæmt. Leikurinn verður með svona boost eins og var í SSX til að auka spennu.
Í leiknum verða 12 mismunandi brautir, og vegna þess það eru svo margar leiðir í hverri braut er leikurinn meiri en hann virðist vera. Þú getur valið 6 karektara. Hver og einn hefur ólíka sleða, og hafa ýmis mismunandi einkenni, sem svipar til SSX. Í leiknum verður hægt að gera 30 trikk. Eftir hverja braut færðu pening fyrir trikkin sem þú gerir á meðan keppnin stendur og með honum getur þú uppfært sleðann þinn.
Grafík leiksins virðast vera mjög flott, hann er mjög svipaður SSX í útliti. Sem sagt stórar og glæsilegar brautir. Leikurinn mun renna á 60fps, ekki er vitað hvort 50/60hz valmöguleiki verður, en ég hugsa að ekkert verði úr því.
Ég býst við því að hljóðið jafnast á við SSX, ég myndi alveg vilja fá Rahzel til að æpa inn.
Leikurinn verður gefinn út í BNA snemma 2002 en ekki er staðfestur útgáfudagur kominn fyrir Evrópu.
Takk fyri