Núna rétt áðan skrapp ég niður í Bræðurna Ormsson. Þegar ég labbaði þangað inn og sá Wave Race á 50“ Pioneer Plasma sjónvarpinu.
Ég settist í stólinn sem stóð fyrir framan sjónvarpið og byrjaði að spila. Það fyrsta sem ég tók eftir var hversu þægilegur stýripinninn var. Hann
small rétt í hendurnar og ég var búinn að læra á hann eins og skot. Hann er ekki jafn mjúkur í hendurnar og Dual Shock 2, en samt finnst mér þeir álíka jafn þægilegir.
Ég varð fyrir mjög miklum vonbrigðum í hvað grafíkina varðar. Fyrsti leikurinn sem ég spilaði var Wave Race: Blue Storm. Leikurinn var ekki í hárri upplausn og maður sá eiginlega engan mun á þessari útgáfu og fyrri. Vatnið var samt mun raunverulegra, en annars fannst mér ekkert sérstakt við leikinn. Mér þykir Splashdown á PS2 vera miklu flottari og skemmtilegri. Leikurinn spilaðist eiginlega nákvæmlega eins og WaveRace 64. Þessi var þó aðeins hraðari, en ekki munaði miklu.
Eftir þessi vonbrigði bað ég einn afgreiðslumanninn um að setja annan leik í. Hann smellti Luigi´s Mansion í tölvuna. Ég tók mjög vel eftir því hversu litlir diskarnir voru. Þeir voru aðeins minni en litla gerðin af geisladiskum. Ég bjóst við góðum grafíkum í þessum leik, enda hafði ég séð myndbönd af leiknum á netinu. Nei, nei, svo sá ég þetta, draugahúsið sjálft flökraði svo mikið að mér varð óglatt og ég gat ekki trúð því hvað var að gerast, mig langaði til að öskra. Svo hélt ég áfram í leiknum og komst að því að leikurinn er ofboðslega leiðinlegur. Jak and Daxter er betri á öllum sviðum.
Ég fæ samt þá hugmynd að sjónvarpið hafa verið of stórt, þ.e.a.s gert myndina óskýra. Kannski er best að bíða og sjá hvernig Rogue Leader lýtur út á mínu eigin sjónvarpi.
Sjónvarpið var á ”mute" þannig ég get ekki dæmt hljóðið.
Tölvan sjálf er mjög lítil og nett, þægilegir pinnar og 4 geta keppt í einu án aukahlutar. Ég býst við því að grafíkin batni þegar ég sé leikina á mínu eigin sjónvarpi.
Tölvan kemur í apríl - maí og ég hvet alla til að skoða hana áður en þeir kaupa. En eins og ástandið er í dag á hún enga möguleika í PS2, hvað varðar grafík og skemmtun :(
Ég kíki á Xbox á morgun.
Takk fyrir.