Líklega hafa margir heyrt þetta frá vinum sínum, gegnum IRCið eða bara einfaldlega með því að rekast á vélina sjálfa, en hér er þetta fyrir þá sem hafa ekki enn heyrt fréttirnar:
X-Box er komið í Hagkaup, Smáralind. Undirritaður fór á vettvang og skoðaði gripinn.
Vélin er með tveimur stýripinnum og er hægt að spila Dead Or Alive 3 á henni. Vélin er tengd við eitthvað sjónvarp sem ég man ekki nafnið á, nema það að ég held það sé örlítið stærra en sjónvörpin sem Skífan notar við PlayStation 2 vélarnar sínar.
Vélin sjálf er nokkuð stór í eigin persónu, stærri en ég hafði ímyndað mér eftir allar lýsingarnar. Þrátt fyrir það lítur hún alveg ágætlega út. [<a href="http://www.xbox.com/cms/images/system/xboxvideogamesystem/pim-xboxvideogamesystem-0006.jpg">Sjá mynd af vélinni</a>]
Stýripinninn er, að mati höfundar, alls ekki of stór, heldur frekar mátulegur. Á hægri hliðinni má finna sex stjórntakka, hvítan, svartan, gulann, rauðan, grænan og bláan. Fyrir neðan þá er svo analog pinni. Á vinstri hliðinni er annar analog pinni og hreyfipinni. Undir stýripinnanum eru svo “gikkir”, á hvorri hliðinni fyrir sig. Ég skora á fólk að prófa að halda á stýripinnanum í smá tíma, undirritaður var fljótur að venjast honum. [<a href="http://www.xbox.com/cms/images/system/xboxgamecontroller/pim-xboxgamecontroller-0007.jpg">Sjá mynd af stýripinnanum</a>]
Höfundi fannst Dead Or Alive 3 ekki vera neitt framar mörgum PlayStation 2 leikjum grafískt séð. Þótt er þetta kannski ekki besti leikurinn til að sýna fram á þetta, ef til vill hefði verið betra að fá að prófa Oddworld: Munch's Oddysee.
Ég get ekki séð neitt að X-Box, þessi vél lítur einstaklega flott út, og er verulega hröð. Vert er að minnast á að meðal fítusanna sem byggðir eru inn í vélina er MP3-geymslusafn, sem gerir fólki kleift að flytja efni af sínum uppáhaldsdiskum á harða diskinn, og spila svo lögin í leikjum sem styðja það.
Enn og aftur vil ég minna á að vélin er til sýnis í Hagkaup í Smáralindinni.
-Royal Fool