Margir kannast kannski við hann Solid Snake nokkurn og halda kannski margir að það sé enginn persóna í öllum tölvuleikjunum sem að getur steypt honum af kolli. En nú er að koma leikur frá Amuze sem að margir halda að geti steypt Snake kallinum og Metal Gear seríuni af kolli. Það hörkutól sem að ætlar að reyna að berjast við Snake heitir Jak Wade og er hann hetjan í leiknum HeadHunter.
HeadHunter átti upprunalega að vera Sega leikur en þar sem að Sega helstist af lestinni í leikjatölvu kapphlaupinu að þá er HeadHunter að koma á PS2 í boði Amuze.
Leikurinn gerist í Los Angeles í framtíðinni (árið 2015 til að vera nákvæmur), og eins og í flestum framtíðar titlum að þá er allt í vandræðum, og þar sem að nýjasta tískan í heiminum þá er að eldast sem best að þá eru glæponar ekki drepnir heldur eru þeir gerið að kálhausum og líffærin þeirra eru gefin til sjúklinga og þeirra sem eru að deyja. En til þess að stjórna glæpaöldunni (og til að fá liffæri) er lögreglan komin í einkageirann, þ.e.a.s. fyrirtæki stjórna lögguni og stærsta fyrirtækið þar er Anti Crime Network (ACN). Hér er þar sem að Jak Wade, hetjan okkar allra, kemur til sögunnar.
Í byrjun leiksinns vaknar hann á skurðborði með minnisleysi og er sagt að hann hafi verið einn besti maður ACN en núna vilja þeir ekkert með hann hafa. Og til þess að bæta gráum ofan á svart er fyrrverandi yfirmaður Jak í ACN myrtur. Dóttir yfirmannsins biður þá Jak að hafa uppi á morðingjanum.
Saga leiksins er sögð í gegnum vejuleg “cut scene” og í gengum fréttirnar, þar sem að leikara fara með hlutverk fréttamannana.
Leikurinn er sagður vera blanda milli MGS og Resi í sambandi við gameplay en samt hafa nógu mikið af frumleika til þess að vera ekki enn ein Resi eða MGS eftirherma.
Öll L.A. á víst að vera í boði og ferðast maður um á mótorhjóli, sem að sagt er vera eins og annar leikur þegar að maður er eitthvað að leika sér með hjólið góða. En til þess að geta farið um á hjólinu veður maður að ná í tilskilin leyfi og þau fær maður ekki nema sé farið í gegnum VR training (how MGS'ish).
Leikurinn er væntanlegur í endann á janúar hér á klakanum.
—————————-