Ég keypti mér um daginn FIFA2002 í PS2. Leikurinn sjálfur er mjög flottur, nýjar hreyfingar og nýtt sendingarkerfi. Hann er nánast fullkominn að einu leyti. Það er það að maður getur einungis spilað 2 player í vináttuleikjum, þá er ég að tala um á móti hvor öðrum. Ef þú ferð í keppni þá geturðu bara valið eitt lið og hugsanlega getur meðspilarinn verið með manni í liði en það er ekki eins gaman. Í fyrri leikjum var alltaf hægt að búa til deildir með félögum sínum og hver og einn valdi sér eitt lið og svo var spilað. En það er ekki hægt í nýja leiknum. Einnig er ekki hægt að nota Multitap tengi fyrir fleiri fjarstýringar í leiknum þó svo að það standi í bæklingnum og aftan á hulstrinu að leikurinn syðji multitap. Ég á multitap tengi og þetta virkaði ekki hjá mér. Ég hringdi þá í BT og þeir sögðu mér að multitap virkaði einfaldlega ekki í leiknum, þeim tókst allavega ekki að láta það virka.
Mér finnst þetta stór galli við leikinn og sé ég eftir að hafa ekki keypt frekar This is football 2002 eða Pro Evolution Soccer í staðinn til þess að geta spilað við vini mína. Fifa leikirnir hafa verið þekktir fyrir þetta, að geta spilað margir og þetta var svona leikur sem maður spilaði með félögum sínum. En eitthvað eru þeir að breyta til núna og ég skil ekki af hverju.
Þó svo að leikurinn sé mjög góður varðandi grafík og gameplay þá er þetta mjög stór galli og er synd að sjá þetta skemma svona góðan leik.