Sony og NTT taka höndum saman í að netvæða Playstation 2.
Samkvæmt <a href=http://gamespot.com/gamespot/stories/news/0,10870,2831787,00.html>þessari</a> fréttatilkynningu mun hin japanska Playstation 2 netvæðast í Apríl.
James Pond snýr aftur.
Swing! Entertainment munu endurlífga gömlu góðu platform hetjuna fyrir GBA og aðrar leikjatölvur. Nánar <a href=http://gamespot.com/gamespot/stories/news/0,10870,2831846,00.html>hér</a>.
Giants á PS2 orðinn Gold.
Interplay tilkynnti að Giants: Citizen Kabuto fyrir Playstation 2 er tilbúinn til útgáfuframleiðslu.
Interplay tilkynnti í dag að Digital Mayhem hefur lokið við þróun Giants: Citizen Kabuto fyrir Playstation 2. Leikurinn mun verða kominn í búðir í kringum 21 Desember. PS2 útgáfan af Giants mun að öllum líkindum vera nokkuð öðruvísi heldur en PC útgáfan. “Resource Management” hlutinn sem var í PC hefur verið fjarlægður í þeirri von að auka hraða og spennu leiksins. Grafíkin hefur einnig verið bætt til muna og karakterar leiksins eru teiknaðir af meiri nákvæmni.
Heimildir: GameSpotVGNews.
Namco tilkynnir Smash Court fyrir Playstation 2.
Nýji tennisleikurinn frá Namco fær á sig raunverulegra útlit í Smash Court Pro Tournament fyrir Playstation 2.
Síðastliðinn mánudag tilkynnti Namco að þeir munu gefa út Smash Court Pro Tournament fyrir Sony Playstation 2. Leikurinn var fyrst kynntur sem spilakassaleikur á Amusement Machine Show sem haldin var í 39 skipti síðastliðinn september. Þessi nýja útgáfa frá einkaumboði fyrirtækisins fær á sig raunverulegra útlit miðað við kómíska útlitið í fyrirrennaranum. Leikmenn geta valið um 8 mismunandi atvinnutennisleikmenn í leiknum, þ.á.m. Pete Sampras, Yevgeny Kafelnikov (mitt uppáhald frá Virtua Tennis á DC), Andra Agassi, Patrick Rafter, Martina Hingis, Lindsay Davenport, Monica Seles og (uppáhald Smegma) Önnu Kournikovu. Í leiknum mun vera arcade mode og aðrar tegundir munu verða kynntar fljótlega auk þess sem allt að fjórir leikmenn munu geta spilað í einu. Smash Court Pro Tournament fyrir Playstation 2 er áætlaður fyrir útgáfu í Japan 7. febrúar á næsta ári.
Heimildir: GameSpotVGNews.
Herferð gegn ólöglegum hugbúnaði.
FBI hefur í samstarfi við fjöldan allann af lögregluyfirvöldum reynt að veita svipuhöggi á “warez” samfélagið. Þeir hafa fagnað góðu gengi þar sem áhlaup hafa verið gerð í nokkrum löndum. Eins og sýnist í dag þá hefur mörgum aðalsíðum verið lokað, eflaust vegna varúðar eigenda heldur en vegna áhlaupa lögreglu en sagt er að nokkrir lykilmenn hafa verið handteknir og nokkrir hópar hafa lofað að hætta þessari iðju sinni. Þannig að í fljótu bragði þá er talið að það muni taka vettvanginn um mánuð að taka sig til aftur. Hægt er að lesa fréttatilkynningu bandaríska dómsmálaráðuneytisins <a href=http://www.usdoj.gov/opa/pr/2001/December/01_crm_643.htm>hérna</a>.