þetta eru mínar skoðanir á Need for Speed leikjunum sem ég þekki… Kommentið eins og þið viljið en þetta er fyrsta greinin mín þannig að verið góð…
NFS: Underground 1: ég spilaði hann ekki neitt, þekki hann ekkert þannig séð neitt, þannig að ég ætla ekkert að vera að dæma hann neitt.
NFS: Underground 2: Fyrtsti NFS leikurinn sem ég spilaði og ég datt inní leikinna á honum. Allt við hann var gaman, að keppa og breyta bílnum, því að þessi leikur hafði allt saman. Bara einn galli:
-Engar löggur
NFS: Most Wanted: Mér fannst hann bara einhvern meiginn ekkert skemmtilegur… Ég spilaði hann ekki mikið en það sem ég tók eftir að vantaði var:
-Mig minnir að það hafi alltaf verið dagur sem tekur allt gamanið úr ólöglegum götu keppnum
-það var ekki hægt að breyta bílunum eins mikið og í Underground 2
-og tilhugsunin að maður ætti bara að keppa við 15 gaura var dolítið ömurlegt
NFS: Carbon : Var mjög ánægður með þann leik. Maður gat breytt bílunum næstum eins og maður vildi. Mér fannst líka voða sniðugt að maður gat tekið yfir svæði í borginni. Þessi leikur og Underground 2 voru bestu að mínu mati. nokkrir gallar í þessum samt:
-Vantaði “Drag” keppnir
-Eina sem vantaði í breytingunum voru að það vantaði neon ljós.
NFS: Pro Street: Ég var MJÖG svekktur yfir þessum leik! Ég hætti þegar ég var búinn að keppa 5 fyrstu keppnirnar. En gallarnir sem ég tók eftir í honum voru:
-Í fyrsta lagi var þetta ekki ólöglegar keppnir
-Það er búið að láta skemmdir á þannig að bílarnir eyðileggjast sem er kannski ekki galli fyrir alla en fyrir mér er það VERULEGA pirrandi og er ein ástæða sem að ég spila ekki alla bíla leiki.
-Stírikerfið til að breyta og Tjúna bílinn þinn er allt of flókið, ég fann ekki einu sinni hvernig maður gat breytt bílnum í útliti! Sem sökkar!
-eins og í Most Wanted er endalaus dagur leikirnir virðast breyta frá skemmtilega -leiðinlega, skemmtilega - leiðilega og nótt - dagur, nótt - dagur.
-jafnvel þótt að það eru Drag keppnir í honum þá eyðileggst það því að “Heat your tires” Mini leikurinn er í byrjuninni í hverri Drag keppni og mér finnst hann ekkert skemmtilegur.
-það eru engar löggur því þetta er ekki ólöglegar keppnir sem sökkar feitt!
Ég ætla rétt að vona að næsti NFS verði betri en Pro Street og Most Wanted og jafn góður og Carbon og Underground 2. Kommentið eins og þið viljið. Myndin fundin á Google.is.