PS2 fréttir Framleiðsla NEO 4 stöðvuð.

Samkvæmt því sem stendur á <a href=http://www.playstationmods.com>heimasíðu</a> Playstation Mods hafa þeir ákveðið að stöðva framleiðslu kubbsins. Neo 4 var nýlega gefinn út og er hingað til ein besta lausnin til að “modda” Playstation 2 vélar. Kubburinn var lengi í framleiðslu og sannaði á endanum að hann var virði biðarinnar. Talsmaður PlaystationMods.com segir að samkvæmt lagalegum framgangi Sony gagnvart sölu á NEO4 hafa þeir ákveðið að stöðva alla framleiðslu kubbsins um óákveðinn tíma. Talsmaður telur sem svo að það sé einfaldlega ekki þess virði að hætta á málssókn frá Sony og þ.a.l. stefna starfsfólki PlaystationMods.com í hættu. Hægt er að lesa tilkynninguna <a href=http://www.playstationmods.com>hér</a>.

Playstation 2 sala í góðum gír.

Samkvæmt nýjustu tölum þá hefur Playstation 2 selst í yfir 6 milljónum eintaka í Norður Amerísku þar sem sala gekk vel yfir Þakkargjörðarhátíðina. Nánar <a href=http://gamespot.com/gamespot/stories/news/0,10870,2831011,00.html>hér</a>

Pressure