Þetta var einn þessara leikja sem maður vissi ekkert um. Leikjaheimurinn hypeaði þennan leik upp þegar Sony keypti Naughty Dog. Fólk fékk allskonar hugmyndir um leikinn og maður skildi ekkert hvers vegna hann var nr.1 á lista “most wanted games” hjá fjölmiðlum. Framleiðandi leiksins Naughty Dog sýndi leikinn á síðustu E3 sýningu og viðbrögðin voru tvískipt. Hörkuxboxbasharinn Jason Rubin sem er einn stofnandi Naughty Dog talar um að hann vildi blanda saman Zeldu, Mario, Fina Fantasy og Crash í eina súpu og útkoma hans var Jak and Daxter. Leikur sem hann taldi vera öðruvísi en nokkur annar. Þessi leikur fór þá beint í toppsætið á listanum mínum og þegar að ég fékk hann í hendurnar þá fékk ég sömu tilfinningu og þegar ég átti afmæli fyrir nokkrum árum. Ég fékk 2 diska með leiknum, einn sem er leikurinn sjálfur og hinn var fullur af aukaefni. Þar er viðtal við Jason Rubin, gerð leiksins, trailer o.s.fv.
Síða skellti ég leiknum í tölvuna og breytti öllu við mínu hæfi, setti leikinn í 16:9 og 60hz. Jason talaðu um að hann myndi gera alla sýna leiki eins og þeir yrðu hannaðir fyrir PAL, þá sýndi hann og sannaði að hann vinnur verk sín eins vel og hann getur.
Svo byrjaði ég að spila og ég tók strax eftir því hversu þægilegt var að spila hann, það var eins og duel shock 2 var hönnuð til að spila þennan leik. Hægri analog stýrir cameruni, þú getur farið 360 gráðugur í kringum Jak. Cameran er líka fyrsta sinnar tegundar, t.d þegar þú ferð inn í hús þá fer cameran ekki í gegnum vegginn heldur inn um dyrina.
Í leiknum stýrir maður Jak, en Daxter er félagi hans, hann situr bara á öxlinni á Jak og brúkar munn. Daxter kemur sér stundum i vandræði útaf kaldhæðni sinni og það kemur manni stundum til að hlæja. Markmið leiksins er að ná sem flestum “Powercell”, ég ætla ekki að skemma söguþráðinn fyrir ykkur. Óvinirnir eru með einu bestu gervigreind sem ég veit um, þeir elta þig og detta ekki niður í gjótur eins og í flestum öðrum platfom leikjum.
Naughty Dog voru búnir að vinna á þessum leik í nokkur ár og það er ein ástæða vegna grafík Jak and Daxter. Hér er um að ræða eina flottustu vél sem ég hef séð. Heimurinn sem þú ert í er það vel gerður að maður missir andan stundum. Leikurinn rennur á 15 milljónum marghyrninga á sek og það útskýrir margt. Í leiknum er sólarhringur og það er alveg frábært að horfa á sólina skína á þorpið, svona tilfinningu fékk maður bara í Zeldu. Fyrir u.þ.b hálfu ári var fólk að tala um hversu lélega textura PS2 sýndi, þess likur sínir það og sannar að það fólk hafði rangt fyrir sér. Grasið á jörðinni er væga sagt það besta sem ég hef séð, “you can almost smell it”. Eitt það sem ég hafði aldrei séð áður er að klettarnir í leiknum er ekki flatir, heldur það er fellingar á þeim. Svo þegar maður kemur nær þeim sér maður sprungur í þeim. Þar að auki er engin þoka í leiknum og samt rennur leikurinn á 60 römmum á sek.
Eitt það besta við grafíkina er persónu hreyfing. Þeir réðu fólk frá hinum ýmsu fyrirtækjum til að sjá fyrir því að það liti sem best út, t.d þegar maður nær powercell þá gerir Daxter break dans og hreyfingin er svo mjúk að hún gæti léttilega verið mýkri en teiknimynd.
Naughty Dog vildi að spilarinn fengi að spila í stórum og fallegum heimi og þeim tókst það. Þetta er augljóslega flottasti leikurinn á vélinni.
Hljóð leikins er það besta sem ég hef heyrt í tölvuleik. Jak and Daxter themeið passar mjög vel inn. Hljóð persóna er líka mjög gott, Daxter er með þessa háværu rödd og á ekki erfitt með að kvarta yfir hættunum. Jak er eiginlega andstæðan við Daxter, hann er þögull og eina sem heyrist í honum eru öskrin þegar hann hoppar.
Leikurinn er einn sá skemmtilegasti sem ég hef spilað. Ekki hugsa að þetta sé bara einn platfom leikurinn í viðbót, því það er eins og að segja, ahh … þetta er bara annar skotleikur.
Samt finnst mér leikurinn vera frekar léttur, ég er búinn að spila hann í svona 10 tíma og ég er búinn með 53% af honum.
Vona samt að hinn helmingurinn verði erfiðari. Þetta er einn þeirra leikja sem enginn má missa af.
Spilun leiks: 10 : Mjög gott að stýra honum og ein besta camera
sem ég veit um.
Grafík: 10 : Þið skiljið mig þegar þið sjáið hann.
Hljóð: 10 : Themeið, raddirnar og óvinirnir, fullkomið.
Ending: 9 : Leikurinn er ekkert svo langur, hann er léttur
en maður skoðar sig mikið um og ég væri alveg
til í að vinna hann aftur.
Leikurinn sjálfur: 9.9
Takk fyri