Litla systir kærustunnar minnar fékk þennan leik í afmælisgjöf um helgina, og verandi leikjafríkið sem ég er varð ég að prófa hann. 5 spilatímum seinna var ég búinn að klára hann. Ekki mikil ending það :)
Reyndar er þetta alveg ágætur leikur og söguþráðurinn er víst eins og í bókinni (eða svo sagði konan sem fylgdist spennt með) og skólinn og Quiditch völlurinn líta mjög vel út (og passa sæmilega við lýsingarnar í bókinni).
Hljóðið er svosem ekki betra eða verra en í öðrum PS leikjum sem ég hef spilað, getur verið mikið um endurtekningar en gæðin eru fín.
Það sem ég sé helst að þessum leik er það að mikið af upplýsingum um hvað á að gera næst koma fram sem “Set pieces” og eru þar af leiðandi á ensku. Þetta hjálpar ekki mikið þeim aldurshóp sem þessi leikur er stílaður á, eða 6-12 ára. Það er að sjálfsögðu hægt að klára þennan leik án þessa að kunna ensku en það myndi taka mikinn tíma og sagan færi fyrir ofan garð og neðan.
Þrautirnar í leiknum eru enganvegin flóknar (fyrir eldri en 12 ára þ.e.a.s) og byggjast frekar á “dexterity” en hugsun. Ég festist aldrei lengur en í 5 mínútur og það er svosem ágætt fyrir mann með mína þolinmæði. Það sem olli mestu vandræðum við að leysa þrautirnar var stýrikerfið í leiknum en ekki þrautirnar sjálfar. T.d. það að það er einn “action” takki í leiknum og hann gerir allt, opna hurðir, hoppa, tala osfrv. Það gat verið pirrandi þegar maður vildi “tima” hoppin sjálfur. Galdrakerfið aftur á móti er einfalt og auðskiljanlegt. Einn takki til að kasta galdri, og tölvan velur sjálf hvaða galdur hentar. (Ekki hægt að velja sjálfur reyndar því miður)
Síðan er það áhorfshornið, en það er svona Tombraider 3. persónu horn, með öllum þeim pirring sem því fylgir. Ekki hægt að horfa bein fram ef maður hefur vegg í bakið og þar fram eftir götunum.
Og að lokum, Quiditch. ALLTOFLÉTT!!! Þó að ég hafi verið alger auli í að fljúga til að byrja með þá var þetta bara hræðilega létt. Leikurinn sjálfur er ekki “simulataður” heldur er þetta bara eltingarleikur við “snithcið” og það er mjög létt og engin keppni frá hinu liðinu.
Þá er það komið, einfaldur leikur, fínn fyrir yngri leikjaspilara (sem skilja ensku eða hafa einhvern þolinmóðan sem vill þýða fyrir þau) og örugglega fínt að spila hann eftir myndina.
Núna þarf ég samt að spila hann allan aftur, því að framleiðandinn lofar einhverju mjög skemmtilegur fyrir Harry Pottera ef maður nær að safna 17 spilum sem er dreift um leikinn. (Vel falin því ég fann bara 1!)
**/****