
Leikurinn var á E3 síðasta og margir helstu fjölmiðlar skemmti sér konunglega í leiknum. Leikurinn fékk E3 award fyrir besta bardagaleikinn. Leikurinn virkar þannig að þú getur valið alla helstu klassísku Nintendo kallana og svo “FIGHT”. Það hefur rúmor verið á netinu að sjálfur Sonic er í leiknum, það væri þá gaman að sjá hann og Mario fara í einvígi. Leikurinn styður allt að 4 spilara og er þá partýleikur í lagi. Þótt að það séu engar sérstakar blóðsúthellingar eða annar viðbjóður, verður hann samt einn aðaleikurinn á GCN vélinnni. Leikurinn er mjög flottur, mjög mjúkar hreyfingar og ekkert slowdown.
Fullt af myndböndum eru á IGN og það má glögglega sjá að þeír séu mjög spenntir yfir honum. þeir eru kominir með svakalega flott preview upp og þess vegna bendi ég á ykkur að kíkja á það.