Nýjar upplýsingar um Final Fantasy XI

Samkvæmt IGNPS2 þá hafa þeir fengið þær upplýsingar um Final Fantasy XI á Playstation 2 sem kemur út á næsta ári að það muni mest geta verið sex manns í hverjum hóp út af fyrir sig og allt að þrír hópar geta myndað bandalag sín á milli

Netspilun XBOX möguleg

Hefur þú áhuga á að spila XBOX áður en Microsoft vill leyfa þér? Náðu þér þá í XBOX Gateway, lítið linux forrit sem virkar eins og brú á milli véla án þess að þurfa að fikta við XBOXið sjálft. Að auki vegna boot-disksins þá þarftu ekki að vera með Linux installað. Nánari upplýsingar hérna -> http://www.xboxgw.com/

Konami segir að Metal Gear muni lifa áfram

Í fyrsta viðtali sínu síðan á E3 segir Hideo Kojima að Metal Gear Solid 2 sé ekki síðasti leikurinn í seríunni. Hægt er að lesa viðtalið hérna -> http://gamespot.com/gamespot/stories/news/0,10870,2826697,00.html

Sendingar á Gamecube verða auknar um 200,000

Nintendo mun á næstu auka framleiðslu Gamecube leikjavélar sinnar. Nintendo of America hefur lýst því yfir að þeir muni auka útgáfu vélarinnar fyrir hátíðirnar. Samkvæmt mikilli eftirspurn mun fyrirtækið senda frá sér 200,000 vélar til viðbótar og þar af leiðandi ljúka árinu með 1.3 milljón útgefnar vélar. Nintendo gaf út Gamecube vélina 18 nóvember síðastliðinn í 700,000 véla upplagi. Á útgáfudegi nam sala á vélinni, aukahlutum og leikjum um $98 milljón dali.

Heimildir: GameSptVGNews

Sega lækkar enn verð á Dreamcast

Eins og við var búist þá hefur Dreamcast lækkað niður í $49.95. Alla fréttina má finna hér -> http://gamespot.com/gamespot/stories/news/0,10870,2826685,00.html

Vinsælustu leikir síðustu viku í USA

1. Backyard Basketball
2. Civilzation 3
3. The Sims
4. Backyard Football 2002
5. Rollercoaster Tycoon
6. Bob the Builder: Can We Fix It
7. Zoo Tycoon
8. Aliens vs. Predator 2
9. Dark Age of Camelot
10. The Sims: House Party