Eftir að hafa grátbeðið MadMax um að slíta sig frá X-boxinu og leyfa mér að taka hana til að melta þetta apprat lét hann loksins til þess fallast en ég sá að kauðinn átti erfitt með sleppa boxinu og ég fékk að vita hvers vegna þegar ég pluggaði boxinu í heima hjá mér nokkrum mínútum síðar.
Kassinn er risastór miðað við console. Hann er á stærð við default ATX móbó. Það sem kom mér mest að óvart við pluggana aftan á er að það eru bara 3 pluggar. Einn fyrir rafmagn, einn videóplug og síðan 10/100 Ethernet. Diskarnir eru frontlódaðir eins og á PS2, þ.e. diskarnir fara inn að framan. Það eru tveir takkar framan á vélinni. Annar sem slekkur algjörlega á vélinni og síðan reset takki. Framan á vélinni eru einnig 4 pluggar fyrir stýripinna.
Stýripinninn er hreint út sagt æðislegur og maður fær gamla góða Dreamcast fílinginn við að halda á honum. Hann er þungur en fellur samt sem áður mjög vel í lófa manns. Hvorir tveggja analog pinnanna eru mjög þægilegir og aðeins stífari heldur en dual shockinn. Jafnfarmt eru 6 takkar hægra megin, A, B, X, Y, og 2 aðrir sem ég man ekki alveg hvað heita. Þeir eru mjög nálægt hvorum öðrum og þ.a.l. er léttilega hægt að nota combinations í flóknum leikjum. Aftan á eru 2 mjög þægilegir og djúpir analog trigger takkar rétt eins og á Dreamcast. Þeir verða sérstaklega þægilegir í bílaleikjum. Einnig er þriðji analog diagonal pad þarna vinstra megin sem virkar mjög vel og er smellanlegur þrátt fyrir að vera analog. Neðst eru back og start takkar. Snilldar stýripinni með öflugu rumbli. Microsoft fær 10 í einkun frá mér fyrir snilldar hönnun á bæði vél og controller.
Þetta er snilldar console. Til samanburðar lítur PS2 eins og GBA við hliðina á X-Box. Snilld!