
Alls 6 manns náðu að svara öllum spurningunum rétt og óska ég þeim innilega til hamingju, en þeir deila þá allir fyrsta sætinu.
Arcadem – 10
Heimadrengur – 10
HoppiSkoppi – 10
Plomid – 10
SamusAran - 10
Sykurpudi – 10
Vilhelm – 9
Mundi – 8
Pikknikk – 8
Blublu – 7
Dark2 – 7
Arnifannar03 – 6
Ljosastaur – 6
Pezkall87 – 6
GrautarHauS – 5
OfurAlli – 5
Tandri – 5
Jammy – 4
Manimal – 4
THT3000 – 4
Shadowfaxx – 2
Spurningar & Svör
1. Það hefur lengi verið talið að herkænskuleikir eigi ekki heima á leikjatölvum. Hinsvegar kom út leikur á síðasta ári á Xbxo 360 sem algjörlega afsannaði þá keninngu og fékk almennt frábærar viðtökur frá gagnrýnendum um allan heim. Leikur þessi er byggður á einum frægasta fantasíu heimi allra tíma og spurt er um fullt nafn leiksins.
Svar: The Lord of the Rings, The Battle for Middle-earth II.
2. Fyrir einhverju síðan varð allt vitlaust í fjölmiðlum um allan heim og var þá í gríð og er talað um nokkuð sem kallast “Hot Coffee” – Um hvað er átt hér?
Svar: Mod í Grand Theft Auto: San Andreas sem gerði leikmönnum kleyft að taka þátt í ýmsum kynlífs leikjum innan leikheimsins.
3. Umræddur leikur féll gríðarlega vel í gramið hjá gagnrýnendum. Hann kom út á Xbox, Playstation 2 og PC en seldis því miður einungis í 90 þúsund eintökum. Hver er leikurinn?
Svar: Psychonauts.
4. Í hvaða tölvuleikjaseríu er Kratos aðal persónan?
Svar: God of War
5. Undanfarnar tvær leikjatölvur frá Nintendo, Wii og DS Lite eiga það sameiginlegt að vera báðar afar fagrar í útliti og stílhreinar. Er þeim gjarnan líkt við vörur frá öðru fyrirtæki sem heitir sama nafni og ávöxtur. Hvert er fyrirtækið?
Svar: Apple
6. Hvaða Nintendo 64 leikur var sá fyrsti til að nota “Rumble Pack”?
Svar: Star Fox 64 / Lylat Wars
7. Hvað átti spilandi að gera, til að fá besta endan í upprunalega Metroid leiknum?
a) Sigra leikinn undir vissum tíma mörkum.
b) Sigra leikinn án þess að deyja.
c) Sigra leikinn með fulla orku.
Svar: a) Sigra leikinn undir vissum tíma mörkum.
8. Hvaða tölvuleikur er hér ruglaður: awerioarw hmoost meosv
Svar: WarioWare: Smooth Moves
9. Eftirfarandi skjáskot sýnir hvaða tölvuleik?
Svar: Mike Tyson’s Punch-Out
10. Eftirfarandi skjáskot sýnir hvaða tölvuleik?
Svar: God of War II
Athugasemdir, ábendingar og/eða spurningar skulu vinsamlegast sendast í einkaskilaboðum til mín, TheGreatOne