SSX:Tricky (PS2)
Hver man ekki eftir því fyrir rúmu ári þegar það var væga sagt ótrúlegur skortur af leikjum á PS2,
allavega einn versti þurkur sem ég hef lent í. Eini leikurinn sem hélt mér lifandi var SSX, og ég er
enþá að spila hann í dag þótt skorturinn sé nánast horfinn. Leikurinn er enn mjög flottur og hefur líka eitt besta hljóð
sem maður hefur heyrt í tölvuleik. Ég var alveg að fýla beatboxið hans Rahzel og svo lokalagið með Hybrid.
Það eru náttúrlega frábærar fréttir að það er að koma önnur útgáfa af leiknum, SSX: Tricky, eða á PC máli version 1.5. Í nýju útgáfunni munt þú geta gert fleiri trick s.s farið af brettinu þínu í loftinu og svo fest þig aftur við það áður en þú lendir af hinum stóru SSX stökkpöllum. Brautirnar verða jafn stórar og áður, ef ekki stærri, en núna verða fleiri leynileiðir til að geta stytt sér leið og það er líka komnar 2 nýjar brautir : ). Grafíkinn eru auk þess flottari, skarpari texturar, það er komið FMV, flottari ljós effectar og svo stöðugra fps. Það eru komnir nýjir kallar til að spila og fyrir þá tala t.d Lucy Liu (Ally Macbeal (viðbjóður)), Macy Grey (pirrandi söngkona) og Billy Zane (vondi kallinn í Titanic), einnig var klippt 2 karaktera út, Hydro og Jurgen. Hvað loading tímana varða þá hafa þeir styst til muna, sem þykir afar gott vegna þess að áður var það of langt, auk þess er kominn restart takki svo maður getur byrjað upp á nýtt í staðinn til að láta brautina loadast aftur og aftur.
Duglegir framleiðendur geta gert nánast allt með mikilli vinnu, þess vegna er DTS og Dolby Digital 5.1 í leiknum.
Aftur á móti gæðatitill sem þið ættuð að minnsta kosti að prófa : )
Leikurinn er kominn út í BNA er samt ekki viss hvenær íslenskir spilarar fá hann í hendurnar.