Umfjöllun - USS Antarctica (X-Box / PS2) USS Antarctica er hannaðaður af <a href=”http://www.darkworks.com”>DarkWorks</a>, en þeir eru tiltölulega nýir, hafa bara hannað Alone In The Dark 4, þótt að flestir þeirra hafi unnið við marga aðra leiki.

Leikurinn byggir á hinum fjölmörgu sögum Jules Verne eins og <i>Around The World In 80 Days</i>, <i>Journey To The Center Of The Earth</i> og <i>20.000 Leagues Under The Sea</i>. En í staðinn fyrir aðbinda sig við eina sögu ætla DarkWorks einungis að nota hugmyndir og fá innblástur úr sögunum; leikurinn verður hinsvegar allt öðruvísi en bækur hans, þótt hann fái suma hluti “lánaða”.

Saga USS Antarctica snýst um tvær persónur. Ekki hefur mikið verið gefið upp að svo stöddu en, eins og titillinn gefur til kynna, er sögusviðið Suður-heimsskautið. Spilarinn mun þurfa að stjórna tveimur persónum og láta þær vinna saman til að ná einhverjum árangri, en leikurinn mun vera blanda af “survival-horror” og “tactical espionage”.

Á endanum vil ég minnast á nokkuð sem ég rak augun í á heimasíðu leiksins: <b>“DarkWorks introduces USS Antarctica, an epic action-adventure trilogy.”</b> Þetta gefur kannski til kynna að þetta sé trilógía, en ég hef ekki lesið neitt um það á fréttasíðum.

Leikurinn er væntanlegur á PlayStation 2 og X-Box í endalok 2001, þó að það sé mjög líklegt að honum verði frestað.

Heimildir og Tenglar:
<a href=”http://www.darkworks.com”>Heimasíða DarkWorks</a>
<a href=”http://gamespot.com/gamespot/filters/products/0,11114,354248,00.html”>USS Antarctica á GameSpot</a>

Royal Fool
<i>“You’ve Been Fooled”</i