Það lítur út fyrir að PlayStation 2 og X-Box muni tvær berjast fram í lok júní 2002, því samkvæmt helstu lykilmönnum í leikjabransanum kemur Gamecube út í lok júní í fyrsta lagi.

Reyndar á Nintendo eftir að staðfesta útgáfudaginn, en útgáfufyrirtækin halda þessu hinsvegar fram og ættu þau að vita sitthvað þar sem þau sitja á leikjunum.

Tölvan hefur þegar komið út í Japan og er væntanleg í USA bráðlega.

Það er plús fyrir X Box að vera eina vélin sem kemur út í Evrópu fyrri hluta næsta árs, en hins vegar gæti verð vélarinnar sem er 100 pundum hærra en á PlayStation 2 og Gamecube aftrað henni.

Upplýsingar þessar eru fengnar úr MCV (The Market for Home Computing & Video Games) einu virtasta “trade” tímaritinu í tölvuleikjaiðnaðinum.

Foxarinn