<b>Herdy Gerdy</b> fjallar um Gerdy, strák sem að ætlar sér að sigra í smölunarkeppni sem er haldin í heimalandi hans. Vondur einvaldur hefur unnið keppnina mörg ár í röð, en verðlaunin eru einmitt að sjá um Akarn Kraftsins, sem að einvaldurinn misnotar til þess að vinna keppnina aftur og aftur. Dag einn á faðir Gerdy að keppa, en í ljós kemur að einhver hefur lagt svefnálög á hann, og því þarf Gerdy að bjarga málunum sjálfur.
Herdy Gerdy er frá Core Design, en þeir eru kannski þekktastir fyrir Tomb Raider og Project Eden. Leikurinn er mjög vandaður hvað grafík varðar, og ekki er annað hægt en að taka eftir augljósum tengslum við Disney-teiknimyndir.
Leikurinn sjálfur snýst um að smala allskyns verum á sérstaka staði. Þó þarf oft að komast framhjá ýmsum hindrunum eins og skepnum sem að éta dýrin þín, vötn og margt fleira. Spilunininni svipar örlítið til Sheep, Dog ‘n’ Wolf, þó aðallega hvað smölun og notkun allskonar hluta varðar. Dýrin sjálf hafa öll mismunandi persónuleika og hegðun, og því getur verið erfitt að láta þau fylgja sér, sérstaklega þegar mörgum tegundum er svo blandað saman.
Leikurinn er áætlaður fyrir febrúar 2002 á PlayStation 2.
Heimildir:
<a href="http://gamespot.com/gamespot/filters/products/previews/0,11102,447827,00.html“>GameSpot</a>
<a href=”http://www.tombraiderchronicles.com/herdygerdy/index.html“>Herdy Gerdy Official Site</a>
Royal Fool
<i>”You've been Fooled"</i