Tony Hawk´s Pro Skater 3. Ég er í einhverju stuði í kvöld…En hér kemur það:

Maður veit ekki hvað maður á að gera þegar allir þessir leikir eru á leiðinni, ég verð að fara fá mér vinnu til að ná að kaupa allt þetta. Einn nýjasta leikurinn til að fá góða umfjöllun í útlandinu er þriðji Tony Hawk leikurinn. Hann fékk fullkomna einkunn á gamespot.com, þ.e.a.s 10 í einfaldlega öllu og svo fékk hann 9.7 á IGN. Leikurinn kemur tæpu ári eftir TH2 og þetta er stórt stökk yfir hann. Eitt það mikilvægasta sem var bætt við leikinn er að hann rennur á 60fps(stundum slowdown), þá fær maður mun betri hraðatilfinningu og leikurinn er líka með mun betra rennsli.
Trikkin í leiknum eru mjög lík th2.Borðin hafa samt breyst mjög mikið, þau eru orðin miklu stærri og flottari, gaman að sjá texture muninn á psone útgáfuni og ps2 útgáfuni. Tony Hawk og félagar er mjög vel hannaðir og Nerversoft ver ekkert að spara marghyrningana í þeim, þeir hreyfast líka mjög flott í stökkvum og þegar þeir detta og blæða :/.
Þetta verður auk þess fyrsti Online leikurinn á PS2, hann spilast mjög vel á 56k módemi (Góðar fréttir fyrir mig). Þú getur tengt PS2 tölvuna við hefðbundið PS2 módem og notað þína eigin línu og því getum við keppt online um leið og leikurinn kemur í nóv. 4 geta keppt í einu, líka er hægt að lana í þessum leik. Þetta virkar eins og PC online, sem þýðir að leikurinn leitar sjálfur upp serverum. Það verður ef til vill gaman að sparka í nokkra rassa á þeim sem stunda þetta áhugamál.

Tónlistinn verður mjög góð í þessum leik og maður hlakkar til að heyra þetta góða rokk sem einkenndi fyrri leikina. Auk þess býður leikurinn upp á Surround.


*geisp* Maður er orðinn þreyttur á að hamast á lyklaborðinu.

Takk fyrir.