(PS2) GTA3 - Review Grand Theft Auto 3
Rockstar / DMA
Playstation 2

Deilur koma í mörgum myndum og ekkert er eins umdeilanlegt eins og annar kafli í glæpaherminum Grand Theft Auto 3.

Upphaflegi leikurinn var gefinn út fyrir nokkrum árum síðan. Þá voru miklar deilur í Bretlandi þar sem pólítíkusar héldu sumir því fram að leikur þessi ætti best heima hjá djöflinum og myndi spilla æsku landsins. GTA3 er engin undantekning og tekur leikinn inn í veröld nýju-kynslóðar tölvuleikjanna.

Þetta er svona aðal sagan en aðalspurningin er: “Hvernig spilast þetta svo?”. Fyrir mér þá er leikurinn opinberun. Þetta er ekki fyrir teprur, leikurinn inniheldur þema fyrir fullorðna. Ef þú spilaðir gömlu GTA leikina þá spilast sá nýji eins nema með ótrúlegum tvistum. Leikurinn er núna í þrívídd!

Verkefnin í leiknum eru frekar einföld. Þú þarft að stela bíl og taka hann frá stað A yfir á stað B, drepa einhvern og taka líkið og bílinn í bílaeyðileggingarstöð til að losa sig við sönnunargögnin. En það sem gerir leikinn byltingarkenndann er hið opna sjónarmið leiksins. Ég eyddi fyrstu 3 tímunum í að sveima um borgina og leita að flottum byggingnum, skoða fólkið og stela mismunandi bílum, einungis til þess að keyra um og dást að landslaginu. Það er yfirfullt af aukaverkefnum á borð við Gone in 60 Seconds verkefni þar sem vöruhús er með lista af bílum sem illprúttnir einstaklingar þurfa á að halda og þér til þess að skjótast til að ná í þá einn í einu.

Það eru fáeinir mínusar við leikinn en þeir eru ekki nógu og margir eða of stórir til að draga þig frá leiknum. Í fyrsta lagi þá er frame reitið læst á 30fps en það er frekar augljóst að þegar maður kemur yfir í borg tvö sem er risastór að frame reitið hikstar svolítið. Jafnframt er gervigreindin ekki fullkomin eins og ég hef náð að stela bíl beint fyrir framan nefið á lögreglunni og hann yppti ekki öxlum við það einu sinni.

Ég verð að minnast sérstaklega á tónlistina í GTA3. Í hverjum bíl sem þú ferð inn í þá er útvarp sem þú getur kveikt á. Það eru 9 mismunandi stöðvar með mismunandi tegund af tónlist eins og Double Cleft sem spila öll lög úr bíómyndinni Scarface, alveg smellið þegar maður er að keyra mafíulimmuna sem maður stal. Síðan er auk þess hægt að svissa yfir á Lips 106 sem spilar pop og rap. Þetta bætir andrúmsloftið í leiknum þvílíkt mikið og það er stundum ágætt að sitja bara í bílnum og hlusta á fyndnu útvarpsauglýsingarnar og lögin. Það er jafnframt viðtalsrás þar sem spjallþættir eru allan tímann, þ.e. fyrir þá sem fíla ekki tónlist. SNILLD!

Leikurinn lofar um 70-90 stunda spilun sem ég á ekki erfitt með að trúa þar sem ég er búinn að eyða amk 20 tímum í leikinn og er búinn með 20% eða svo. Sagan er mikilfengleg og breytist mikið og dýpkar þannig að í sjálfum sér hefur maður litla hugmynd um hvað mun koma næst. Leikurinn er hreint út sagt æðislegur þannig að ef þú átt ekki Playstation 2 miðað við önnur review sem ég hef gert hérna þá er þetta ástæða til að fá sér slíkt tæki. Að lokum er þessi leikur sá besti í GTA seríunni og þess virði að nefna sem leik ársins. Mæli sterklega með honum

Ykkar einlægur,
ScOpE

Grafík - 10/10
Gervigreind - 8/10
Leikspilun - 10/10
Skemmtun - 10/10

Aðaleinkun - 9.5/10