Sumu steingleymir maður alveg hreint út sagt.
Ég var svo lukkulegur til að fá smá tíma með preview útgáfunni af Wipeout Fusion um daginn. Eftirvæntingar mínar voru mjög svo háar eftir að hafa eytt dágóðum tíma undanfarnar vikur í háhraðaleiki eins og Extreme G3 og Kinetica. Ég spilað Wipeout á sínum tíma þegar hann kom út í sinni upprunalegu mynd á PSX og líkaði þar vel við. Stuttlega prófaði ég svo nýjasta Wipeout leikinn fyrir PSX og var heldur betur brugðið þar sem mér þótti hann verri heldur en sá fyrsti sem ég spilaði á sínum tíma á PSX.
Svo var það nú þannig að í hvert eitt og einasta sinn sem nýr demódiskur kom í búðir þá var alltaf eitt-tvö videó úr Wipeout Fusion og satt að segja voru þau nokkuð nett. Þannig að þegar ég komst í fyrstu útgáfuna af Wipeout Fusion þá varð ég nett spenntur.
Það fyrsta sem ég sé að við Wipeout Fusion eru hræðilega langir loading tímar, sérstaklega þar sem mín PS2 er stillt á fastest reading speed og þ.a.l. bootar leikjunum inn eins og skot auk þess sem dyagnostics er “off”. Þrátt fyrir háan load tíma WF þá er sá tími í engri líkingu við load tímann í Dropship sem var svo langur að ég flokkaði hann einfaldlega við tímasóu og ákvað að spila hann ekki. Annað sem ég sé að WF er mjög mikið af popups og lítið sem ekkert er bundist við anti-aliasing og þykir mér það fremur fáránlegt að þeir hafi ekki nennt að leggja meiri púður í grafíkina þar sem hún er undirstaðan fyrir flæðinu í leiknum. Leikurinn í sjálfur sér clockast á 60fps og það gæti verið ástæðan fyrir því að polygonar og pixlar eru ekki upp á sitt besta aðeins til að tryggja góðan hraða. Það þriðja sem pirraði mig svolítið var að eins og ég er mikill techno, trance og intelligent instrumental tónlistarhaus þá þekkti ég ekki nema nokkur lög sem eru í leiknum.
Hérna er amk listinn yfir lögin:
Future Sound Of London - Papua New Guinea (Hybrid Mix)
Braniac - Neuro
Blades & Naughty G - Beats Defective
BT - SmartBomb (Plump DJs remix)
Cut La Roc - Bassheads
JDS - Punk Funk
Elite Force - Krushyn
Elite Force & Nick Ryan - Switchback
Amethyst - Blue Funk
Utah Saints - Sick
Plump DJs - Big Groovy Funker
Humanoid - Stakker Humanoid 2001 (Plump DJs 2001 retouch)
Timo Maas - Old School Vibes
Luke Slater - Bolt Up
To be confirmed
Orbital - Funny Break (One is Enough) (Plump DJs remix)
Nightmares on Wax - Bleu My (wipe mix)
Bob Brazil - Big Ten
Intuative - Wav Seeker
Hong Kong Trash - Down The River (Torrential Rapids mix)
MKL - Synthaesia
Er sérstaklega sáttur við að sjá Íslandsvininn Timo Maas með á lista, Orbital og auðvitað Future Sound of London, en FSOL hafa verið í öllum leikjunum frá upphafi tel ég mig geta svarið statt og stöðugt um.
Á hinn bóginn er ágætt gameplay í leiknum, skipin láta vel af stjórn og gott er að stjórna þeim og varast að lenda í veggjum sem var hvimleiður böggur í t.a.m. Extreme G3 og skemmdi gameplay-ið mikið enda er skiptir það höfuðmáli að eiga sem best rennsli í leiknum til að upplifa sem mest G-Force. Vopnin eru fantaflott, sérstaklega lock-on-missles og quake. Rétt er að geta þess að leikurinn styður ekki widescreen capabilities og fær stóran mínus í kladdann fyrir það.
Komið nóg að sinni, á eftir að skrifa fullt af hands-on-impressions fyrir ykkur plebbana í dag og í vikunni. Hér er amk quick rundown yfir hands-on-impressions sem ég ætla að fjalla um á næstu dögum:
- World Rally Championship (seen, tested and played it)
- Ace Combat 4: Shattered Skies (seen, tested and played it)
- Metal Gear Solid 2: Sons of Liberty (næstu viku, þegar ég fæ hann)
- Batman: Vengeance (seen, tested and played it)
- GTC: Africa (seen, tested and played it)
- Top Gun (seen, tested and played it)
- Sunny Garcia Surfing (seen, tested and played it)
That´s about it for now, back to work :)