Leikjatölvu Trivia 1 (12. jan - 26. jan) Spurningar & Svör Jæja, þá er komið að niðurstöðum þessarar fyrstu Leikjatölvu triviu. Alls sendu 11 manns inn sín svör við spurningunum og vil ég þakka þeim þátttökuna.

Einnig vil ég óska þremur efstu sætunum til hamingju með árangurinn.

Kleinumamma – 8
Perducci - 8
Vilhelm – 8

Bloodspoon – 6
Sykurpudi – 6
Harpa12345 – 4
THT3000 – 4
SinSin – 3
Sherlock – 3
PeturDani – 3
Some1hveR – 2


Spurningar & Svör

1. Hvað heitir þróunar-hópur Nintendo sem Shigerue Miyamoto er yfir?
Svar: EAD

2. Fyrsta Playstation vélin frá Sony átti upprunalega að heita hvað?
Svar: Play Station


3. Hvaða leikjatalva var sú fyrsta til að nota geisladiska?
Svar: Sega CD (Sega Mega Drive)

4. Í Super Mario 64, byltingarkennda þrívíddar leiknum kunnuga, hvaða persónu hittirði upp á þaki kastalans eftir að hafa fundið allar 120 stjörnurnar?
Svar: Yoshi


5. Í hvaða leik “The Legend of Zelda” seríunnar, birtist Zelda ekki?
Svar: Link’s Awakening


6. Af síðustu sex leikjum í mjög svo umdeildri seríu er mynd af þyrlu í efra vinstri horni hulstursins á fimm af þeim. Eini leikurinn sem hefur ekki mynd af þyrlu kom út á Game Boy Advance. Spurt er um eina umdeildustu tölvuleikjaseríu allra tíma.
Svar: Grand Theft Auto


7. Hvaða leikjatölva á það met að hafa selst í flestum eintökum á einni viku í Evrópu Umrædd tölva seldist í 510.000 eintökum á einni viku í Desember 2006.
Svar: Nintendo DS


8. Hvaða tölvuleikur er hér ruglaður; losu abcilru
Svar: Soul Calibur


9. Úr hvaða tölvuleik er þetta skjáskot?
Svar: Okami

10. Úr hvaða tölvuleik er þetta skjáskot?
Svar: Resident Evil 4


-TheGreatOne