Hér niðri eru flokkaðir leikir samkvæmt mínu áliti, endilega
svarið með ykkar.

Besti ævintýraleikur: Legend of Zelda Ocarina of Time.

Oftast þegar að leikurinn er eftir Nintendo þá er það
gæðastimpill, sérstaklega ef það er Zelda leikur. Klassísk
meistarverk verða aldrei gleymd þótt grafíkin linast í gegnum
tíðina. Þessi leikur var nógu góð ástæða til að fá sér N64.

2. sæti RE2.


Besti bílaleikur: Gran Turismo 3

Engin spurning að ég vel þennan. Þessi er sá besti í dag. Auk
þess finnst mér hann vera flottasti leikurinn á PS2 tölvunni.
Alvöru bílahermir með fullt af bílum og brautirnar eru ekkert
síðri.

2. Sæti GT2.


Besti íþróttaleikur: This is Football 2002

Ég er nú meiri fótboltafríkin og þetta er uppáhalds
fótboltaleikurinn minn. Mjög þægilegt er að spila þennan, í
honum eru skemmtilegir lýsendur og það er mjög smooth
grafík.

2. Sæti ISS 98.

Besti Skotleikur:

Mér fannst reyndar 2 leikir mjög góðir. Golden Eye og Perfect
Dark. Þessir 2 titlar eru gerðir af meisturum Rare. Joanna Dark
sem mér finnst kynþokkafyllsta heroine tölvuleikjaheimsins.

2.Sæti Golden Eye.

Besti Platform:

Mario 64, engin spurning. Nintendo koma leiknum vel í 3D.
Heimurinn var ótakmarkaður, mér fannst ég geta gert allt.
Kannski leysir Jak and Daxter þennan leik af hólmi.

Endilega segið ykkar uppáhaldsleiki.