Broken Sword 4: The Angel of Death kom út núna árið 2006 og er síðasti leikurinn í þessari stórkostlegu seríu.
Leikurinn gerist ekki löngu eftir Broken Sword 3. Eftir ævintýrið hans í þeim leik hefur George haft það erfitt. Viðskipti hans í lögfræðingabusiness-num hans hafa farið í súginn og hefur hann nú fengið sér einu vinnuna til boða, hjá Big Bros’s Bail Bonds með Virgil félaga sínum. Staðsettur í hættulegasta hverfi New York borgar með nýju viðskiptavini sína – dópista, glæpona og morðingja.
Ekki líður á löngu fyrr en George fær til sína unga stúlku á stofuna, Anna Maria. Hún segist þurfa á hjálp hans að halda þar sem glæponar eru á eftir henni og ætla sér að drepa hana. Á þeirri mínútunni ryðjast gæjarnir inn og er George þá skynilega hent í nýtt ævintýri. Anna Maria vill ráða hann til að koma henni frá þessum gæum og túlka handrit (manuscript) sem hún hefur í fórum sér og virðist það vera það sem glæponarnir vilja.
Þegar Broken Sword 3 fékk skammir fyrir að hafa á brott point-and-click stjórnunina, ákváðu þeir að hafa bara bæði point-and-click og lyklaborðastjórnun í Broken Sword 4. Þú getur hreyft character-inn með lyklaborðinu og músinni og getur leitað og skoðað og click-að á hluti með músinni sem sagt líka. Þetta kemur mjög vel út nema kannski hvað að character-inn er duglegur að hlaupa einhverja vitleysu ef þú notar lyklaborðið.
Öll gömul Broken Sword aspect koma fram í leiknum. Þú ert að leita að vísbendingum, tala við fólk og allt þetta. Aftur er komið að því að rannsaka sögulega sögu Templarariddaranna (Knights Templars). Ekki bara það heldur er mafía og allt á eftir George okkar og Önnu Mariu.
Twist-in í sögunni er mjög góð og raunverulega en samt ekkert eitthvað sem þú býst við. Í guðanna bænum reyniði að lesa sem minnst um leikinn samt á Wikipedia og svona dóti vegna þess að mér tókst að lesa risaspoiler á einhverju áður en ég prófaði leikinn. Heyrðu jæja allavega.
Eitt annað nýtt system sem maður fær að prófa er nýji fíni GSM-inn hans George eða reyndar PDS. Það er ekki bara hægt að hringja heldur eru þar Notes og einnig Connect sem gerir þér kleift að hack-a þig inní nálæga server-a. Sem sagt tölvur. Það er oftast nær pain. Rosaleg hugsun þar á ferð.
Ég er núna kominn ansi langt og er stórhrifinn. Auðvitað jafnast leikurinn ekki alveg á Broken Sword 1-2 enda allt öðruvísi. Leikurinn er mun betri en nr. 3 samt. Grafíkin er góð og virkilega falleg eins og staðirnir sem þú ferð á. Eins má segja um músikina.
Leikurinn fær alveg háa einkunn hjá mér. Hann er alveg frábær. Eina sem er leiðinlegt er að þetta er síðasti leikurinn og ég mun sakna George. Þrautirnar eru virkilega vel útpældar og skemmtilegar og oft kemur upp vottur af stolti þegar maður kemst áfram.
Veteran