Game Boy Micro Eins og sumir sáu er þetta næstum sama grein og ég sendi inn á /graejur hér fyrir mánuði, en þar var á ferð gömul grein sem var vitlaust sent inn.
Hér er á ferð rétt grein, sem átti að sendast inn þá. :)
Vona að ykkur líki hún.


Nú fyrir um það bil ári var að koma ný Game Boy leikjavél sem fékk heitið Game Boy Micro.
Vélin kom fyrr út í Asíu og í Bandaríkjunum (útgáfudagur í Japan var 13.sept 2005, 1. Okt í Kína og 19. sep í BNA),
en vélin kom Evrópumarkað mánuði seinna (4. nóvember) og á sama tíma í Ástralíu (3. nóvember)

Á Evrópu markaði err hægt að fá tölvuna í 4 litum, silfur, grænum, bláum og bleikum.
Þó svo að það sé hægt að kaupa sér nýjan front á vélina.

Eins og nafnið bendir til kynna er þessi vél minni en forverar sínir,
en hún er 50 x 101 x 17.2 millimetrar og ekki nema 80 grömm að þyngd.

Innviðið (örgjafinn) í tölvunni er nú ekki verra þótt hún sé lítil, en hún á að vera svipuð og Gameboy Advance SP.
Og síðan er skjárinn 51 mm að flatarmáli (Game Boy Advanced er með 74 mm), backlight er í skjánum með stillanlegum styrk
en samkæmt Nintendo á þetta að vera besti Game Boy skjárinn til þessa.

Tölvan er með endurhlaðanlegu batterýi sem endist í 13 tíma þegar kveikt er á hljóði og backlight á meðalstyrk (7 klst á fullum).
Auk þess að hafa tengi fyrir venjuleg heyrnatól.

Við hönnun tölvunnar ákváðu Nintendo menn að endurhanna Play-Yan kerfið til að passa betur við Game Boy Micro.
En fyrir þá sem ekki vita er það kerfi til að spila MP3 og Video-file frá SD minnirkortum.

Á tölvuna er hægt að spila leiki sem voru gerðir fyrir Gameboy Advance og Gameboy Advance SP,
en ekki gömlu Game Boy, Game Boy Color og Gameboy Pocket.
Eins og á Fyrri vélar verður engin svæðis-kóðun (region code) á leikjum, þannig að hægt verður að spila US leiki, og leiki frá Japan jafnvel.

Helstu Kostir: 1.Margir hafa glaðst yfir því að vélin er aftur kominn í “lárétt”
form, en ekki það lóðrétta sem var á t.d gömlu Game Boy og Game Boy SP.

2.Stærri A og B takkar eru á tölvunni en þeim sem á undan komu

3.Backlit skjárinn hefur verið lofaður fyrir að vera betri en þeir sem eru á
eldri tölvunum, bæði fyrir að vera “sýnilegri” (fann ekkert betra orð) og
jafnari lýsing í honum. Meiri skerpa er í skjánum og er stillanlegur styrkur
í skjánum (lýsing). Samt sem áður er backlit styrkuinn í skjánum ekki jafn
mikill og í Game Boy Advance SP og Nintendo DS.


Gallar: 1.Vegna þess hversu lítil tölvan er þarf alveg sérstök port. Það er standard port fyrir
heyrnatól en það þarf alveg sér snúrur ef að það á að spila við aðra spilara með kapli.

2.Vegna stærðar þarf nýjan straumbreyti fyrir tölvuna, semsagt straumbreytarnir fyrir
Game Boy SP og DS er ekki hægt að nota.

3.Margir hafa gagnrýnt tölvuna fyrir það að það sé ekki hægt að nota leiki/aukahluti frá
gömlu tölvunum, og gefa það í skyn að tölvan sé meira einbeitt á að vera nýstárleg en
hagnýt, það er að segja skemmtanagildið.

4.Heyrst hefur að margir Game Boy aðdáendur séu hikandi við að kaupa tölvuna, því að miðað
við það sem bætist við frá eldri týpum, sé það ekki þess virði þegar hugsað er til þess
hversu margt maður missir (sjá galla 3).


Heimildir: www.wikipedia.org
http://micro.gameboy.com

kv. Yggu