TONY HAWK’S PRO SKATER™ 3 PlayStation® 2

UPPLÝSINGAR UM LEIKINN

Yfirlit
Nafn Tony Hawk fer aftur á flug í Tony Hawk’s Pro Skater™ 3. Leikmenn geta valið um að spila sem Tony Hawk með öllum hans hæfileikum, en hann er einhver þekktasti brettagaur allra tíma. Einnig er hægt að spila sem 12 aðrir brettagaurar. Grafíkin, hreyfingarnar, brellurnar (tricks) eru enn geðveikari enn fyrr og er ástæðan sú að Tony Hawk’s Pro Skater™ 3 nýtir sem til fulls þá möguleika sem “next generation” leikjatölvurnar hafa uppá að bjóða. Leikmenn geta framkvæmt hundruðir brellna (tricks) og combo með frábæru stjórnkerfi leiksins. Brellur þessar er hægt að framkvæma á raunverulegum stöðum fylltum með hindrunum og umferð. Og til að fullkomna allt saman eru nýjir valmöguleikar í “multiplayer mode” og hægt er að búa til sinn eigin “skate park” sem lengir líftíma leiksins til muna.


Helstu atriði

Flestar stjörnurnar – Í leiknum er hægt að velja fleiri atvinnu brettagaura en nokkru sinni fyrr. Hægt er að vera hinn magnaði Tony Hawk eða einhver af hinum, þar á meðal eru Elissa Steamer, Jamie Thomas, Steve Caballero, Rune Glifberg, Geoff Rowley, Andrew Reynolds, Rodney Mullen, Eric Koston, Chad Muska, Bucky Lasek og Kareem Campbell. Og nú í Tony Hawks’ Pro Skater 3 er hægt að vera Bam Margera úr sjónvarpsþáttunum Jackass.

Spilið “Online” – Nú er hægt að keppa í sýndarveruleika með því að spila í gegnum internetið. Nú er hægt að keppa við aðra leikmenn í “live THPS” keppnum. Allt að fjórir leikmenn geta keppt í gegnum internetið í keppnum á borð við “Trick Attack” og “Graffiti” þegar PlayStaiton 2 módemið kemur á markaðinn.

Risastór borð sem eiga sér hliðstæðu í hinum raunverulega heimi —Leikurinn inniheldur marga vinsælustu staði heimsins sem eru sýndir í leiknum í ótrúlegri stærð, ótrúlega raunverulegir. Borðin innihalda lifandi fólk sem gengur um og fara fram og til baka, einnig er bílaumferð. Leikmenn geta búist við að sjá bílana stoppa á rauðu ljósi og flauta á þá brettagaura sem eru fyrir þeim, í borgum á borð við Los Angeles, Canada skate camp og Tokíó.

Bætt markmið og verðlaun – “Career Mode” hefur verið tekið í gegn og nú fá leikmenn markmið eftir því hvaða karakter þeir hafa valið, einnig þarf maður núna að reiða sig á vegfarendur, ökumenn og bíla, aðra brettagaura og fleira. Leikurinn hefur einnig verið stilltur þannig að hann hentar betur bæði byrjendum og lengra komnum. Myndskeiðin (vídeóin) sem maður fær í verðlaun eru bestu brettamyndskeið sem til eru og nota þau DVD möguleikann.

Bilaðir “special effects” — Með því að nýta sér “next generation” vélbúnaðinn, er leikurinn nú með “state-of-the-art” háupplausnar grafíkvél keyrandi á 60 römmum á sekúndu. Öll atriði raunveruleikans eru endurgerð á ótrúlega raunverulegan hátt og inniheldur það meðal annars alla neysta, blóð, veður og fleira.



Hönnður: Neversoft
Útgáfudagur: Miðjan Nóvember 2001
Tölvuformat: PlayStation 2 comp