Jæja mér leiddist og ég átti að vera að læra, og mér datt í hug að skrifa grein. Þetta er fyrsta greinin mín hér á huga og ég ákvað að fjalla aðeins um muninn á Xbox 360 og Playstation 3. Aðalega þá um vélbúnað þeirra, netspilun og styrk framleiðandanns. Ég ákvað að fjalla ekki mikið um Nintendo Wii þar sem að hún stefnir svolítið í aðra átt en hinar tvær vélarnar.

Vélbúnaður

Sony hafa eitt miklum tíma og pening til þess að hafa öflugustu leikjatölvuna tölvuna í þetta skipti. PS3 vélin hefur einn aðalörgjörva með sjö SPE (Synergistic Processing Elements) kjörnum á meðan Xbox 360 hefur einn þriggja kjarna örgjörva. PS3 örgjövinn hefur aðeins meira afl en það verður mjög erfitt fyrir leikjaframleiðendur að notfæra það. Á Xbox 360 geta leikjaframleiðendur forritað alla kjarnana á örgjörvanum eins, og notað þá sömu kóða og sömu aðferðir og allt slíkt.
En með PS3 þarf að gera nýja kóða, forrita allt upp á nýtt og deila því niður, fyrir þessa SPE örgjörva. Þetta kostar leikjaframleiðandann bæði meiri pening og tíma. Það er strax farið að sjást í dag hversu erfitt er að forrita fyrir PS3, bæði Call of duty 3 og Tony hawk 8 hafa frame rate vandamál vegna þess að framleiðendurnir fengu ekki nóg tíma til þess að forrita á tölvuna. Einnig hefur mörgum leikjum verið seinkað á PS3 eins og Oblivion, Motorstorm, Rainbox Six:Vegas ofl.
Skjákortið (GPU) í PS3 er gert af Nvidia og er byggt á Geforce 7 línunni, það er ekki alveg jafn háþróað og restin að PS3 og lítur út fyrir að sony hafi einbeitt sér aðeins of mikið að örgjövanum og einhvernvegin ákveðið að sleppa því að gera eitthvað háþróað skjákort.
Skjákortið í Xbox 360 er hinsvegar mjög vel gert. Það er byggt á Ati Radeon R600 kortinu, sem er svar Ati við Geforce 8800. Ati hafa ekki sagt hvort að skjákortið í xbox 360 muni notast við directX 10, en núna notar það við eitthvað á milli DirectX 9 og 10.
Báðar tölvurnar hafa 512 MB minni. Xbox 360 deilir þessu milli örgjövans og skjákortsins, og getur hvort um sig valið hversu mikið minni það tekur.
PS3 skiptir þessu hinsvegar 256 MB fyrir örgjörvan og 256 MB fyrir skjákortið. Skjákortið getur hinsvegar stolið minni frá örgjörvanum ef það þarf þess. Stýri kerfið í tölvunni tekur alltaf eitthvað minni. Það er hér sem að PS3 byrjar aðeins að tapa.
Xbox 360 stýrikerfið tekur 32 MB frá þessum 512 MB. Sem þýðir að leikjaframleiðendur hafa 480 MB eftir sem þeir geta notað.
Stýrikerfið í PS3 tekur hinsvegar 32 MB af skjákorts minninu og 64 MB af minninu fyrir örgjövann. Það þýðir að stýrikerfið í PS3 tekur í heild 96 MB af 512 MB minninu, svo að leikjaframleiðendur hafa 416MB eftir til þess að nota. Auk þess hefur skjákortið í Xbox 360 10 MB aukaminni sem að er notað til þess að draga úr laggi og öðru slíku. Það þýðir að Xbox 360 hefur 490 MB minni sem leikjaframleiðendur geta notað en PS3 aðeins 416. Þá er 74 MB munur á Xbox 360 og PS3 sem að er meira en tvisvar sinnum meira minni en PS2 hafði í heild. Þetta hefur nokkur slæm áhrif á PS3, eins og td. hafa ubistoft (framleiðendur Gears of War) sagt að Gears of war, sem að var að koma út fyrir Xbox 360 gæti ekki virkað á PS3 þar sem að þeir hefðu átt í vandræðum með að láta hann virka á 490 MB minninu fyrir Xbox 360 og það væri þá ekki séns að láta hann virka á PS3 minninu án þess að draga úr stærð borðana í leiknum, auka loading tímana og jafnvel draga eitthvað úr graffíkinni.

Leikjaframleiðendur sem eru að framleiða leiki á báðar tölvurnar segja að núna séu þær nokkurnvegin jafn öflugar. PS3 með betri örgjörva en Xbox 360 með meira minni sem hægt er að nýta.
PS3 er samt öflugari tölva, en það er svo erfitt að nýta þetta afl. Það verða allavega 5 ár þangað til að leikjaframleiðendur nái að nýta eithvað af þessum auka krafti sem PS3 hefur.
Hægt er að sjá í þessu videoi hvað einn leikjaframleiðandi hefur að segja um þessar tvær tölvur.


Format

Eins og áður kemur Sony með leikjatölvu með nýju formati og í þetta skipti er það blu-ray. Þeir gerðu þetta líka með playstation 2 þegar hún kom með DVD-ið. Þetta hjálpaði sony mjög mikið við að selja PS2 því að þá var hún mjög ódýr DVD spilari. Þeir vona að blu-ray muni hjálpa PS3 að seljast þar sem að hún er mjög ódýr blu-ray spilari. (blu-ray spilarar kosta allt að 1000 dollara en PS3 600 dollara) Ég er samt ekki svo viss um að þetta takist hjá þeim aftur þar sem að PS3 er vissulega ódýr blu-ray spilari, en hún er samt ekki ódýr og það eru mun færri sem eiga high definition sjónvarp núna í dag og hafa þá ekkert við næstu kynslóðar DVD spilara að gera. Svo eru auðvitað einhverjir sem að sætta sig alveg við DVD gæðin og sjá einga ástæðu til þess að skipta.
Microsoft styðja HD-DVD, sem er núna í dag að seljast mun betur en blu-ray. Salan á HD-DVD spilurum vs. blu-ray spilurum bendir til þess að HD-DVD muni vinna en það má samt ekki gleyma því að öll helstu kvikmyndafyrirtækin (ásamt klámiðnaðinum) styðja blu-ray en ekki HD-DVD. Ef að Microsoft ætla að vinna þetta format stríð þurfa þeir að fá fleiri fyrirtæki til þess að styðja HD-DVD.
Microsoft gera þetta samt öðruvísi en sony með því að bjóða upp á HD-DVD sem auka drif fyrir xbox 360, en blu-ray drifið er innbyggt í PS3. HD-DVD drifið á xbox mun ekki vera notað fyrir leiki heldur aðeins fyrir myndir á meðan PS3 leikir eru allir á blu-ray.
Sumir segja að PS3 muni slátra Xbox 360 þar sem að hún býður upp á stærri diska. Stærri diskar = betri leikir….
Rangt! Stærri diskar bjóða upp á lengri leiki, en þeir verða ekkert betri eða raunverulegri. Ástæðan er sú að high resolution textures í tölvuleikjum, taka bæði mjög mikið pláss, og þar að leiðandi væri stærri diskur mun betri, en þær taka líka mjög mikið minni, sem að PS3 hefur ekki mikið af.
Einnig eru alltaf að koma nýjar leiðir til þess að þjappa efni betur á diska. Núna nýlega var að koma tækni sem að gerir leikjaframleiðendum kleift að minnka stærð á textures um allt að 70%.
Eini kosturinn sem að blu-ray hefur þá fyrir leiki er að langir leikir gætu komið á nokkrum DVD diskum fyrir Xbox 360, en þá bara einum blu-ray disk fyrir PS3.
Td. Blue Dragon, sem að er leikur fyrir Xbox 360, verður á þremur DVD diskum vegna lengdar. Áætlað er að hver diskur innihaldi u.þ.b 15 klukkustundir af gameplay efni.
Sjálfur ætla ég að fá mér Xbox 360 og ég vill mun frekar skipta um disk á nokkra klukkustunda fresti heldur en að borga mun meira fyrir blu-ray spilara sem að ég hef ekkert að gera við.


Netþjónusta.

Microsoft hefur mjög gott forskot á sony hvað varðar netþjónustu. Xbox live kerfið er eitt stærsta og besta netspilunar kerfið í heiminum í dag. Sony klúðruðu málunum alveg með netþjónustu á PS2, sem var í einu orði skelfileg. Ólíkt microsoft hýsa sony ekki netkerfið sitt. Þeir láta leikjaframleiðendurna um það. Þá þurfa leikjarframleiðendurnir sjálfir að setja upp servera og hanna sitt netkerfi fyrir þann leik sem að þeir eru að gera. Þetta veldur því að aðeins stóru fyrirtækin geta gert leiki sem styðja netspilun því að margir litlir framleiðendur hafa einfaldlega ekki efni á því. Þeir ákváðu að gera þetta aftur í þetta skipti, nema núna hafa þeir bætt einhverju við netið sitt, eins og spjalli og svona markaði þar sem að þú getur keypt demo af leikjum og annað slíkt. Sony vonar hinsvegar að slá út microsoft með því að hafa netspilunina sína ókeypis á meðan Xbox live kostar 50 dollara á ári. (kostar því miður alveg fárnalega mikið hérna heima, eitthvað um 6-7 þúsund í BT, vildi að það væri hægt að borga þetta með kreditkorti!) Ég treysti samt ekki alveg þessu kerfi hjá sony þar sem að það kostar mjög mikið að hýsa svona netkerfi. Ég skil ekki alveg hvernig þeir ætla að bæta upp fyrir allt þetta tap.

Stuðningur fyrirtækisins

Sony og Microsoft eru meðal stærstu fyrirtækja í heimi. Sony hefur hinsvegar gengið frekar ílla núna. Þeir lendu frekar ílla í því þegar að þurfti að endurkalla meira en 4 milljón batterí úr dell fartölvum sem að voru gölluð og ofhitnuðu (kveiknaði meira að segja í sumum tölvum og þær sprungu). Einnig urðu margir reiðir þegar að þeir settu rootkit á geisladiska sína til þess að hindra að þeim yrði dreift ólöglega í gegnum netið. Þetta rootkit var hinsvegar svo ílla hannað að það gerði vírusum mjög auðvelt fyrir að komast í tölvuna þína og sumar tölvur hrundu. Margir urðu svo reiðir út af þessu að þeir sögðust aldrei ætla að kaupa sony vörur aftur. Sony baðst á endanum afsökunar og gaf út forrit til þess að fjarlæga þetta skjal.
Sony er að taka mikla áhættu með PS3. Þeir treysta einfaldlega á að hún (ásamt blu-ray) muni seljast vel. Ef hún gerir það ekki eiga þeir eftir að lenda í miklum vandræðum, verðbréf þeirra munu hrynja og þeir munu eiga mjög erfitt með að borga allt tapið.
Þeir eru nú líka að tapa mjög miklu á hverri seldri PS3 tölvu. Áætlað tap fyrir 20GB módelið er um 300 dollarar og fyrir 60 GB módelið er það 240 dollarar. Á meðan áætlað er að microsoft séu að græða 75 dollara af 20 GB Xbox 360. Microsoft eru einnig að fara að skipta um framleiðanda á örgjörvunum fyrir tölvuna og þá munu þeir græða en meira á henni sem að þíðir að það er stutt í að Xbox 360 fer að lækka í verði. Xbox 360 á eftir að verða ansi freistandi þegar fólk sér hana við hliðina á PS3 í búðunum, næstum helmingi ódýrari.
Microsoft hefur gengið frekar vel og þeir leggja ekki eins mikla áhættu á Xbox 360. Ef hún tapar þá bara tapar hún, þeir græða nógu andskoti mikið á windows svo að þeir munu ekki lenda í eins miklum vandræðum og sony.
En sony hefur hinsvegar svolítið sem að microsoft hefur ekki og það er stuðningur í japan. Japönum er einfaldlega frekar ílla við kanan og hans vörur og xbox 360 hefur ekki gengið mjög vel þar, nema þá blue dragon leikurinn sem að er að seljast ágætlega. Ég held að xbox 360 muni koma í neðsta sæti í japan, þar sem að sony og nintendo hafa mikklu meiri stuðning þar.
Bill Gates sagði meira segja sjálfur í viðtali. „Sony could make 80.000 bricks and people would buy them.“
Einn starfsmaður hjá sony sagði líka um ps3. „First 5000 people are going to buy it, what ever it is. Even if it didn’t have games.“
Mikil vonbrigði hafa verið með PS3 núna stuttu eftir að hún kom í búðir. Fjölmiðlar í bandaríkjunum hafa hreinlega jarðað hana og sumir hafa sagt að hún sé ókláruð tölva og ekki tilbúinn fyrir almening, of fáir leikir og stórir gallar sem að sony hefði átt að vera búnir að sjá fyrir. Sá stærsti er líklegast það að flestir leikir á PS3 núna styðja ekki 1080i, vandamál hefur komið upp ef að þú tengir tölvuna við sjónvarpið þitt með HDMI tengi og lýsir sér þannig að þeir sem að hafa gömul high defanition sjónvörp sem styðja bara 480i,480p og 1080i sjá leikina bara í 480p sem að er venjuleg upplaun í staðinn fyrir að tölvan uppscali 720p í sem að mundi koma mun betur út. Sony hafa ekkert tjáð sig um þennan galla en fólk vonar að þetta verði lagað með stýrikerfisuppfærslu gegnum netið.

Ég fann eina grein frá fréttamanni sem að náði sér í eintak af PS3 þar sem að hann lýsir viðbrögðum sínum þegar hann prófaði tölvuna í fyrsta skipti, þetta eru helstu punktarnir úr henni og ég vill benda á að ég tók ekki bara það neikvæða úr, það er bara ekkert jákvætt um tölvuna í greninni.

Ever since Stringer took the helm last year at Sony, the struggling if still formidable electronics giant, the world has been hearing about how the coming PlayStation 3 would save the company, or at least revitalize it.
Even after Microsoft took the lead in the video-game wars a year ago with its innovative and powerful Xbox 360, Sony blithely insisted that the PS3 would leapfrog all competition to deliver an unsurpassed level of fun.
Put bluntly, Sony has failed to deliver on that promise. Measured in megaflops, gigabytes and other technical benchmarks, the PlayStation 3 is certainly the world's most powerful game console. It falls far short, however, of providing the world's most engaging overall entertainment experience. There is a big difference, and Sony seems to have confused one for the other.

The PS3, which was introduced in North America on Friday with a hefty $599 US price tag for the top version, certainly delivers gorgeous graphics. But they are not discernibly prettier than the Xbox 360's.

I have spent more than 30 hours using the PlayStation 3 over the last week or so and may have played more different games on the system – 13 – than probably anyone outside of Sony itself. Sony did not activate the PS3's online service until just before the Friday debut. Over the weekend a clear sense of disappointment with the PlayStation 3 emerged from many gamers.
Sadly for Sony, the best way to explain how the PlayStation 3 falls short is to explain how different it is to use than its main competition, Xbox 360. When I reviewed the 360 last year, I wrote: “Twelve minutes after opening the box, I had created my nickname, was in a game of Quake 4 and thought, ‘This can’t be this easy.' ”
I never felt that way using the PlayStation 3. With the PS3, 12 minutes after opening the box I realized that Sony inexplicably does not include cables to connect the machine to a high-definition television. Keep in mind that one of Sony's main selling points has been that the PS3 plays Blu-Ray high-definition movie discs. But high-definition cables? Sold separately. The Xbox 360, by contrast, ships with one cable that can connect to either a standard or high-definition set.
In that sense it often feels as if the PlayStation 3 can't walk and chew bubble gum at the same time. In the PS3's online store (which feels like a slow Web page) you can access movie trailers and trial versions of new games, but when you actually download the 600-megabyte files, you'll be stuck watching a progress bar crawl across the screen for 20 or 40 minutes. Astonishingly, you can't download in the background while you go do something that's more fun (like play a game). On the Xbox 360, not only are files downloaded seamlessly in the background, but you can also shut off the machine, turn it on later, and the download will resume automatically.

The PS3's whole online experience feels tacked-on and unpolished. On the Xbox 360 each user has a single unified friends list, so you can track your friends and communicate with them easily, no matter what game you are in. On the PlayStation 3 most games have their own separate friends list and some have no friends function at all. There is a master list as well, but in order to communicate with anyone on it, you have to quit the game you are playing.




Það sem að hryndir mér svolítið frá Playstation 3 er bæði verðið og hvernig Sony menn láta núna. Þeir tala bara um hvað tölvan þeirra er öflug og frábær en þeir virðast ekki hafa neitt plan upp á framtíðina. Microsoft vilja sjá þig fara á netið, þeir hafa eitt besta netspilunar kerfið fyrir lekjatölvumarkaðinn í dag og einbeita sér mikið að því að fá þig til þess að spila gegn vinum þínum á netinu.
Nintendo er að reyna að fá þig til þess að standa upp af sófanum og hreyfa þig aðeins með vinum og fjölskyldumeðlimum. Jafnvel þó að þér finnist tölvuleikir ekkert skemmtilegir ættirðu samt að hafa gaman af Wii.
Sony menn hafa ekki gert neitt nema að lofa besta vélbúnaðinum og eins og einhver leikjafarmleiðandi sagði: „They over promise and under deliver, just like they did with the PS2…“. Ef þið hafið séð þessar PS3 auglýsingar, eða þá video af E3 sýningunum þeirra sjáiði hvað þeir tala alltaf um hvað PS3 er öflug og frábær.
En skemmtun er ekki mæld í gígahertzum!
Akkúrat núna eru sony á botninum. Þeir eiga í erfiðleikum með að framleiða PS3 og bæði Microsoft og Nintendo eru komnir með gott forskot á þá.
Http://www.nexgenwars.com á þessari síðu er hægt að sjá áætlaðar sölur á þessum leikjatölvum, þetta er allt saman miðað við einhverjar tölur frá dreifingaraðilum og er frekar nákvæmt.
Eins og ég sagði áður ætla ég að fá mér Xbox 360. PS3 er allt of dýr og hefur ekki marga leiki sem að vekja áhuga minn. Eini leikurinn sem að mér fannst eitthvað flottur á Wii var red steel og hann hefur ekki verið að fá góða dóma.
Þeir leikir sem að ég mun koma til með að fá mér verða, td. Gears of War, Lost planet, Mass effect, Bioshock, og svo líka Halo 3. Sem að koma allir út á næsta ári fyrir utan Gears of war sem er nú þegar kominn út.

Þó að playstation 3 gangi illa núna má ekki gleyma því að PS2 gekk ekki heldur vel þegar hún byrjaði. Hún kom reyndar á undan hinum tölvunum og hafði þá engan til þess að keppa við, nema þá kanski dreamcast, en hún var dauð nánast þegar hún byrjaði. Sony þurfa að töfra fram eitthvað frábært til þess að vega upp á móti öllum slæmu fréttunum og allri slæmu umfjölununni um PS3. Ég man eftir tveimur góðum staðreyndum sem ég heyrði einhverntíman. 1. Öflugasta tölvan hefur aldrei unnið leikjatölvu strýðið. 2. Sú tölva sem hefur Final Fantasy hefur alltaf unnið. Það verður spennandi að sjá hvora kenninguna PS3 mun koma til með að afsanna.
Ég mæli með að þið kynnið ykkur leikina sem að eru að koma út á þessar þrjár “næstu kynslóðar leikjatölvur” og veljið þá sem að ykkur lítst best á. Ef að þið fílið final-fantasty og Metal gear fáið ykkur þá PS3. Ef að Halo er í uppáhaldi, og ykkur líst vel á gears of war og lost planet, fáið ykkur þá Xbox 360. Ef að ykkur finnst Zelda skemtilegur, fáið ykkur Wii. En kynnið ykkur bara allar tölvurnar fyrst áður en að þið ákveðið hvaða tölvu þið fáið ykkur.