State of Emergency, þessi titill hljómar eitthvað svo, hhmmm hvernig á ég að orða það, ofbeldisfullur, já það er orðið. Ofbeldi, það er lykilorðið að þessum leik sem að Rockstar hefur snúið sér að, hann snýst um ofbeldi (reyndar eins og margir aðrir leikir á markaðnum en þessi er smá öðruvísi).
Markmiðið í þessum leik er að gera eins mikinn skandal ( ef svo má að orði komast) sem hægt er. Leikur inn gerist í borgum sem að ATO (American Trade Organization) hefur tekið völdin og er að kúga fólkið eins mikið og hægt er.
Og þá er komið að þér leikmaður góður. Þú átt að bjarga borgunum (ok kannski ekki svo dramatískt en samt), eða öllu heldur þá ertu búinn að fá nóg af allri þessari kúgun og ákveður að gera eitthvað í málunum. Þ.e.a.s. þú efnir til uppþota, einfalt ekki satt? Markmiðið í leiknum er eins og kannski í GTA1-3 að gera eins mikinn usla og hægt er. Í leiknum er svo kallað progressive mode og freestyle mode. Í progressive mode þá fer maður í gegnum borgir sem að allar eru stjórnaðar af ATO, og í öllum borgunum er u.þ.b. 20 verkefni sem að leikmaðurinn verður að klára áður en að hann fer yfir í næstu borg. Svo að það gæti verið að rústa einherju húsi sem að einhver ATO meðlimur á heima í eða eitthvað því um líkt. En í freestyle mode að þá getur maður bara verið að rúnta um bæinn og lumbra á saklausu fólki (gaman ekki satt) með öllu sem hendi er næst, sem að getur víst verið massa gaman (GTA leikirnir einhver).
Og svo eru það vopnin. Þau geta verið allt frá riflum, M-16 hríðskotabyssum til eldvarpna og handsprengja. En ef af einhverri ástæðu að manni finnst ekki gaman að vera með eldvörpu í hópi af 100 manns (já þessi leikur getur renderað allt að 100 manns í einu á skjánum) þá tekur maður bara upp eitthvað sem að hendi er næst og byrjar að lemja. Svo sem múrstein, part af garðbekk, steina, glerbrot býst ég við og jafnvel líkamshluta af einhverri ólánsamri manneskju sem að hefur misst kannski handlegg eða fótlegg, þú ræður hvað þú notar.
Svo er hægt að eyðileggja nánst allt, frá því að sprengja upp bíla til að gjörsamlega eyðilegga hús. Sem að ætti að setja aðeins meira skemmtanagildi í leikninn (eins og það væri ekki nóg fyrir!!).
Gervigreind íbúa borganna er mismunandi. Sumir flýja eins og algjörar skræfur þegar að þú ætlar að lemja þá, aðrir labba kannski bara í burtu og látast ekki sjá þig enn aðrir kalla kannski á lögguna en svo eru þeir sem að láta ekki bjóða sér neitt og fara bara beint í slag við þig (og það með öllu sem að hendi er næst :). Og seinast en ekki síst eru það gengin (hvaða sæmilegi leikur frá Rockstar er ekki með gengi spyr ég nú?). Þau láta sko alls ekki láta vaða yfir sig, þannig að ef þú abbast upp á þau, þá getur þú sko átt það á hættu að þú veri laminn af 10-20 gengismeðlimum í einu (það er að segja ef þú kannt ekki að verja þig allmennilega). Önnur gengi, eða einstakir gengismeðlimir ráðast kannski bara á þig að ástæðulausu. Þannig að einginn er óhultur, þrátt fyrir það að þá getur þú verið viss um eitt, gengin hata öll önnur gengi. Þannig að ef þú átt í útistöðum við eitthvað gengi, þá bara leiðir þú það sama gengi á svæði annars gengis, lætur þau tvö sjá um að berja hvert annað og sleppur án skrámu. Sniðugt ekki satt?
State of Emergency er áætlaður fyrir haustútgáfu í Bandaríkjunum þannig að við getum búist við því að fá hann um Janúar (eitthvað þannig). Á meðan getum við bara skemmt okkur yfir GTA3 og fleiri fínum leikjum.
ENJOY :)
—————————-