Blood Omen 2 Jæja nú er að fara koma framhald af Blood Omen: Legacy of Kain og heitir hann Blood Omen 2.
Leikurinn gerist 400 árum eftir atburði Blood Omen 1 og segir frá vampírunni Kain. Sem að eftir að hafa reynt að steypa af stóli Seraphin riddurunum er nánast drepinn, þ.e.a.s. hann er sendur í djúpann svefn í þónokkuð mörg ár (400 til að vera nákvæmur). Þegar að hann vaknar upp frá þessum langa svefni er bara eitt sem að honum dettur í hug að gera, og það er að ná í Soul Reaver sverðið sem að Seraphin riddararnir tóku af honum eftir misheppnuðu valdatilránið hans.
Margir kannast kannski við hann Kain frá Soul Reaver leiknum sem að var með Raziel sem aðalpersónu en sá leikur gerist um 1000 árum eftir Blood Omen 2 og Soul Reaver fer í gegnum nokkuir tímaskeið í sögu Nosgoth, en nóg um það.
Í byrjun á leiknum er Kain með litla sem enga krafta en í gegnum leikinn fær hann svokallaðar Dark Gifts sem að eru 6. Þessi Dark Gifts eru aðal kraftar Kains og þar má telja svo sem telja Sneak Attack(getið hvað hann gerið með því) og fleira. Eins og sagt var að ofan byrjar Kain með litla sem enga krafta, svo að hann verður að læðupokast um Meridian höfuðborg Nosgoth. Hann getur talað við fólk en maður skal ekki búast mikið við því að það verði sammvinnuþýtt því að Serephin riddararnir eru búnir að gera síðusta vampírurnar að útlögum. Þó geta nokkrir hjálpað með því skilirði að þú gerir ekkert við þá.
Eins og nafnið gefur til kynna þá er þessi leikur nokkuð blóðugur og felst það einkum í bardaga kerfinu. Kain getur verið með 2 mismunandi vopn í hvorri hendi og fara “finishing moves” nokkuð eftir hvernig vopn þú ert með og hvernig þú notar þau. Auk þess getur Kain líka sogið blóð (auðvitað þar sem að hann er VAMPÍRA) og er það aðeins frá hefðinni (tennur í háls meðferðin), heldur sogar hann blóðið úr nokkurri lengd (virkilega flott að sjá það)og fer líf hans eftir því hversu mikið blóð er í líkamanum hans.
Sagt er að spilendur ráði því hvernig þeir fara að því að spila lekinn. Þeir geta ef þeir vilja hoppað á flokk af Serephin riddurum og unnið þá í “hand to hand combat” eða þeir geta séð um þá á laumupokalegann hátt.
Búist er að leikurinn komi út í Desember '01, en þó veit ég ekki hvort að það er Evrópa eða US. En við bíðum bara með kjálkana á gólfinu þangað til.
ENJOY.

Fyrir fleiri upplýsingar um þennan leik bendi ég ykkur á að fara á ign.com.
—————————-