Staða Sony Staða Sony

Ég ætla ekki að skrifa þessa grein út á einhvern fanboyisma (Ulvur finn ekki íslenskt orð), heldur beinum staðreyndum.

Fyrir rúmlega einu ári fór PS2 af stað í Japan, biðraðir mynduðust fljótt fyrir framan hverja einustu raftækjabúð og allir reyndu að tryggja sér eintak
af litla bróður vinsælustu leikjatölvu veraldar. Það má segja að salan gekk mjög vel í Japan, reyndar seldust 950.000 eintök á fyrsta degi, sem hlítur
að vera eitthvað met. Reyndar eftir að tölvan kom út í Japan, var bandaríski markaðurinn ákaflega spenntur fyrir tölvunni. Sony lofaði eins og í Japan að það yrðu til u.þ.b
1 milljón tölva þegar að tölvan færi fyrst á markað, en það gekk ekki vegna þess það var einfaldlega skortur á Emotion Engine sem er örgjörvinn í PS2 (Fyrsti örgjörvinn sem fær nafn útaf markaðsetningu). Út af þessu gátu þeir bara selt 500.000 tölvur fyrir jól og þær seldust fljótt upp, meira segja þeir sem höfðu forpantað vélina urðu að sætta sig við að bíða lengur. Skorturinn hvarf hægt og rólega í burtu og nú er nóg af vélum til.
Þann 24.nóv kom tölvan loksins til Evrópu og fólk hér á landi var ekkert síður að panta vélina en í USA. Vélin seldist snöggt upp (Ég náði ekki eintaki fyrir en 2 dögum fyrir jól). Skorturinn hvarf hins vegar eins og í USA.
Að vísu rústaði Sony samkeppninni á þessu ári, tók gersamlega Dreamcast í bakaríið og nú eru 17,9 mlljón vélar seldar á einu og hálfu ári, sem gerir hana að hraðast seldu leikjatölvu allra tíma. Nintendo hefur átt það frekar bágt með að selja tölvuna í Japan og samkvæmt Famitsu blaðinu seldist GCN bara i 133.000 eintökum á fyrsti 3 dögunum, í þessari viku er Sony að selja 4 sinnum fleiri vélar en Nintendo í Japan (Það er greinilegt að gæði seljast illa). Það verður líka að minna að það eru bara 3 leikir til fyrir GCN sem komið er.
Allt getur breyst í USA, Nintendo verða tilbúnir þar með um 650.000 vélar fram að jólum, á meðan Microsoft er með sorglega tölu, eða um 300.000 vélar.
En það sem kemur Sony að góðum notum er að þeir eru gersamlega með bestu leikina á leiðinni. Sony is going to be hard to beat.

Íþróttaleikir: Þetta er góður flokkur og hagnast Sony mjög vel s.s This is Football, Tony Hawk 3, Fifa 2002, NBA Street, Airblade, SSX (Tricky) og ISS Pro Evolution

Bílaleikir: Þeir eru með bestu kappaskturleikina s.s Gran Turismo 3, Formula 1 2001, Grand Theft Auto 3 og World Rally Championship.

Skotleikir(fps) Red Faction, TimeSplitters 1 og 2, Half Life, Unreal Tournament, Aliens v.s Predator 2, Quake 3, Aliens: Colonial Marines og Tribes 2

Hopp skopp leikir: Jak and Daxter, Klonia 2 og nýr Crash Bondicoot.

Ævintýraleikir: Metal Gear Solid 2, Silent Hill 2, Outcast 2 Giants:n Citizen Kabuto, Shadowman 2nd Coming, Project Eden og (Jak and Daxter)

RPG: Final Fantasy X, Final Fantasy Xl, Final Fantasy Xll, Kingdom Hearts og marga fleiri.

Bardagaleikir: Tekken 4, Virtua Fighter 4 og Soul Calibur 2.

Netleikirnir: Gran Turismo Online, Tribes 2, Tony Hawk 3 og SOCOM: Navy Seals.
.
Þetta er bara brot af öllum góðu leikjunum sem eru að koma og eru komnir. Svo kemur netið snemma á næsta ári :)

Það verður spennandi að sjá hvort að Sony ná að bæta metið með PS2 en til þess þurfa þeir að selja meira en 80.000.000 en það met á PSone.


Takk fyri