PS2 býður uppá marga möguleikja varðandi myndavélar, furðuleg stjórntæki, og fullt af aukahlutum. Ef okkur leyfist að byrja á því að kíkja aftan á vélina þína og líta í kringum þig þar til þú sérð ferhyrning sem virðist vera hægt að taka hann af…….taktu hann af. Ef þér tókst það þá ættiru að sjá stórt hólf, þarna inní áttu mjög líklega eftir að troða hörðum diski til að downloada oná eða jafnvel auka minnið í vélinni þinni. Þar aftann við geturu svo smellt einu stykki “Network Adapter” sem er eiginlega bara modem sem leyfir þér að tengjast við internetið á annaðhort analouge (leiðindar hraða) eða dsl (helvíti fínum hraða). Næst skulum við skella okkur framan við vélina og kíkja þar, þú tekur kannski eftir bláa blettinum með 3 götum á skoðum þetta aðeins. Eftir nánari athugun sérðu að þetta eru tvö USB port og eitt firewire (iLink) port. Þarna ínní áttu bráðum eftir að geta tengt vef myndavélar, prentara, gsm síma og digital myndavélar. GSM-síma geturu tengt í eitthvað portið og notað sem ferða-modem :P til að downloada mini leikjum, myndböndum eða hverju sem er held ég. Í eitthvert að þessum portum áttu líka eftir að geta tengt “Voice recognition” til að öskra á vini þína þegar þú spilar með þeim í SOCOM: Navy Seals eða einhverju yfir netið og fullt af öðrum tækjum sem gera lífið og leikina betri t.d. —->
G-Con 2: Byssa til að gera t.d. Time Crisis ennþá raunverulegri
Gran Turismo 3 Steering Wheel: Einfaldlega sýri í GT3 og fleiri bílaleiki, algjör snilld (búinn að prófa :)
DVD Fjarstýringu: Til að hafa það sem þægilegast í stóra feita leðursófanum meðan horft er á DVD myndirnar
Dans Motta: Eflaust sniðugt fyrir suma, ég hef þó aldrei skilið hvernig þetta gæti verið gaman, samt gott að hafa þetta fyrir hendi í party-um og svona :)
Vefmyndavél og Trigger´n´Trackball: Ég held að þetta sé algjör snilld! Leik sem er líkur og Time Crisis, í þessum sér vefmyndavélin þig “dogda” kúlur og svo skýturu vondu kallana á meðan með byssunni, algjör snilld (hlýtur að vera, hef þó ekki prófað þetta :)
PS.
Kannski “old news” fyrir flesta enn ég er bara að sýna fram á hvað framtíðin er andskoti björt fyrir PS2, að mínu mati allavega :)
Endilega leiðréttið eitthvað sem þið sjáið að er ekki rétt