Jú, ég verð að viðurkenna að það þarfnast virkilega sýningar sem slíkrar. Vandamálið er hins vegar að örfáir leikjaframleiðendur myndu geta komist inn á það litla svæði sem að okkur Íslendingum býðst. Eina lausnin sem ég veit um er að setja upp sýningarsali víðs vegar um höfuðborgarsvæðisins til þess að rýma einhvað af framleiðendum. Stór auglýsingaherferð væri líka must, en eins og allir vita kostar engan smápening að auglýsa svona sýningar.
Fyrst þarf að yfirstíga gríðarlega fjárhagsörðugleika áður en svona myndi borga sig. En því oftar sem svona sýningar eru haldnar, því meiri reynsla fæst og auglýsing sömuleiðis, og það myndi laða að fleiri framleiðendur.